Brynjumótið um helgina í Skautahöllinni

Brynjumótið er stórmót yngstu iðkendanna þ.e. barna í 7., 6. og 5.flokki og mótið dregur nafn að stuðningsaðila sínum en það er Ísbúðin Brynja staðsett í innbænum hér á Akureyri. Brynja er einn elsti og öflugasti stuðningaðili barnastarfs hokkídeildarinnar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Þessu móti fylgir jafnan mikið fjör og fyrirferð. Keppendur eru um 150 talsins og oftast eru 2 lið að keppa á svellinu í einu og þó að stig og mörk séu ekki formlega talin þá er keppnin ekkert minni en í eldri flokkum og börnin algjörlega með stöðuna á hreinu. Mótið er í gangi allan laugardaginn frá kl. 08,00 til 18,00 og svo aftur á sunnudag frá kl. 08,00 til 13,00. Að kíkja í Skautahöllina og sjá börnin að leik er hin besta skemmtan og allir eru velkomnir.