Breytingar á tímatöflu um jól og áramót


Framundan eru jól (ef þú skyldir ekki hafa frétt af því) og þar með breytingar á almenningstímum og æfingatímum deildanna. Yngstu hokkíiðkendurnir eru komnir í jólafrí, en æfingar hefjast aftur skv. venjubundinni töflu helgina 4.-5. janúar.

Almenningstímar
Opið verður fyrir almenning alla daga kl. 13-16 frá föstudeginum 20. desember til sunnudagsins 5. janúar nema aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Skautadiskó verður föstudagskvöldin 20. og 27. desember og 3. janúar.

Hokkí
Tímataflan breytist og þau yngstu (5., 6. og 7. flokkur) eru komin í jólafrí – síðustu æfingar hjá þeim voru í dag, fimmtudaginn 19. desember. Æfingar hjá þessum flokkum hefjast síðan aftur skv. venjulegri töflu helgina 4.-5. janúar. Tímataflan fyrir 4., 3. og meistaraflokk breytist einnig vegna frídaga um jól og áramót. (Sjá tengil á töflur fyrir hverja viku).

Listhlaup
Nokkrar breytingar verða á síðdegistímum í listhlaupi frá venjulegri tímatöflu, en við bætast æfingar flesta morgna yfir jól og áramót og síðdegis annan í jólum.

Hér eru tenglar á tímatöflur viku fyrir viku:

20.-22. desember (pdf)
23.-29. desember (pdf)
30. desember - 5. janúar (pdf)