Breytingar á tímatöflu hokkídeildar

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Nú þegar Íslandsmótinu er lokið hjá meistaraflokkunum í hokkí og landsliðsverkefni yfirstaðin, í gangi eða framundan verða nokkrar breytingar á tímatöflu hokkídeildar.

Tíminn á sunnudögum kl. 16.15 færist yfir til listhlaupadeildar, Víkingar og Jötnar sameinast í æfingatímum á mánudögum og fimmtudögum, en þriðjudagsæfingar þeirra falla niður. Kvennaflokkarnir sameinast í æfingatímum á þriðjudögum og fimmtudögum og Valkyrjur fá aukatíma á sunnudögum og þriðjudögum. Jafnframt lýkur æfingum fyrr á þriðjudögum og fimmtudögum en verið hefur í vetur.

Nánar um tímasetningar í pdf-skjali: Tímatafla, hokkí, vor 2104.