Breytingar á íshokkívelli

Í maí á þessu ári samþykkti Alþjóða Íshokkísambandið breytingu á reglugerð er varðar staðsetningu bláu línanna á keppnisvelli í íshokkí.  Breytingarnar felast í því að sóknar- og varnarsvæðin eru stækkuð um 1,5 m hvort.  Við það styttist "nutralsvæðið" um heila 3 m eða um 87 m² hjá okkur sem erum með svellið 29 m² á breidd.

Meðfylgjand mynd var tekin í dag þegar búið var að færa línurnar í Skautahöllinni.  Það er næsta víst að leikfyrirkomulag mun eitthvað breytast við þetta en hver áhrifin verða nákvæmlega kemur ekki að fullu ljós fyrr en eftir fyrstu leiki nýs tímabils.