Breytingar á almenningstímum og æfingum um helgina

Vegna hokkímóts í 5., 6. og 7. flokki verða breytingar á almenningstíma og æfingatímum á laugardag og sunnudag.

Allar æfingar í listhlaupi og íshokkí falla niður á laugardags- og sunnudagsmorgni. Hokkímótið hefst á laugardagsmorgni og stendur allan laugardaginn þannig að enginn almenningstími verður á laugardaginn. Hokkímótinu verður síðan fram haldið á sunnudagsmorguninn og lýkur um kl. 13. Almenningstími á sunnudag verður kl. 13-16, en opnun gæti tafist örlítið ef eitthvað teygist úr mótinu umfram áætlun.

Óbreyttir tímar verða á föstudag, opið kl. 13-16 og svo skautadiskó kl. 19-21.