Áramótamót Krulludeildar


Laugardagskvöldið 28. desember fer fram hið árlega Áramótamót Krulludeildar. Mæting fyrir kl. 18.00, reiknum með að keppni hefjist á bilinu 18.30-19.00. Betra að skrá fyrirfram, en tekið við skráningum til kl. 18 á laugardaginn.

Allir eru velkomnir til þátttöku í Áramótamótinu, vanir sem óvanir. Spilaðir verða stuttir leikir og áhersla á að allir skemmti sér þó svo keppnin og keppnisskapið verði að sjálfsögðu ekki langt undan fremur en venjulega.

Eins og undanfarin ár munum við draga saman í lið og reyna að stýra því þannig að liðin blandis vönum og óvönum. Undantekning frá drættinum er ef til dæmis fjölskyldur vilja koma saman og spila saman í liði.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í mótið, nóg að gera það á staðnum. En þó væri betra fyrir skipulagið ef hinir ákveðnu myndu hafa samband fyrir fram í síma 824 2778 eða haralduringolfsson@gmail.com.

Þátttakendur eru hvattir til að gefa sjálfum sér lausan tauminn og láta hugarflugið ráða búningavali. Hver veit nema sú/sá sem flýgur hæst í hugarfluginu hljóti viðurkenningu.