13. janúar 2020 - Ólafur Hreinsson - Lestrar 308 - Athugasemdir (0)
Akureyrar- og bikarmót verða eitt mót. Framkvæmd verður þannig að allir leika við alla, tvær umferðir (heima og að heiman). Sex endar og jafntefli eru leyfð. Þegar mótið verður hálfnað, þ.e. allir búnir að leika við alla einu sinni, verður liðið sem þá er í efsta sæti, krýnt Magga Finns Bikarmeistari. Akureyrarmeistarar verður svo það lið sem verður efst eftir tvær umferðir.