Æfingar hefjast í dag

 Þá hefst loks fjörið en fyrstu æfingar vertíðarinnar verða hjá lishlaupadeild samkvæmt tímatöflum í dag og á morgun hjá íshokkídeildinni. Starfsmenn hússins hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga við að byggja upp ísinn og hann er orðinn nægilega þykkur til æfinga en iðkenndur listhlaups og íshokkí tóku léttar general prufur á ísnum í gær og ísinn stóðst prófið. Þó er enn mikið verk fyrir höndum við að fá ísinn eins góðann og við þekkjum hann þar sem platann hefur afmyndast mikið síðastliðin ár og þarf því að byggja heilmikið upp af ís víða þar sem hæðarmunnur í plötunni frá hæsta til lægsta punkts er um 15 cm.

Tímatöflur fyrir höllina verða með svipuðu sniði og síðasta tímabil en fyrstu almenningstímar verða 29. ágúst. Drög af tímatöflum eru komnar fyrir Listhlaupadeild (tímatafla lishlaupadeild) og íshokkídeild (tímatafla íshokkídeild)og þær er hægt að nálgast í tenglinum hér að ofan en munu von bráðar verða aðgengilegar í valmyndinni til vinstri á síðum deildanna. Þá munu bráðlega koma frekari fréttir af breytingum sem orðið hafa innan deildanna á og af þjálfaramálum. Góða skemmtun.