Æfingar byrja samkvæmt tímatöflu 4. september!

Tímataflan 2006-2007 tekur gildi frá og með mánudeginum 4.september.

Þá byrja einnig æfingar hjá 1. og 2. hópi sem eru byrjendaflokkar og flokkar fyrir styttra komna.  Fyrsta æfing hjá 2. hópi er því á mánudaginn 4. september milli 16 og 17 og fyrsta æfing hjá 1. hópi á miðvikudaginn 6. september milli 16 og 17.  Fyrstu 1-2 tímarnir hjá 1. og 2. hópi verða eins konar leikjatímar þar sem krakkarnir fá tækifæri til að venjast svellinu og kynnast þjálfurum og öðrum iðkendum í hópunum.  Krökkunum verður síðan raðað í minni 5-10 manna hópa sem haldast svo að mestu óbreyttir út önnina.

Eldri iðkendur í hópum M, U, 5, 4 og 3 hafa þegar hafið æfingar en af-ís æfingar hefjast í næstu viku, en það verður auglýst síðar.  Fimmtudaginn 31. ágúst verður skokkæfing hjá M, U og 5. hópi og hittumst við rétt fyrir 17 í skautahöllinni.  Skokkað verður að Leikhúsinu og til baka, bara létt skokk til að byrja veturinn á!

Búið er að uppfæra mótaskrá hér í valmyndinni til vinstri og er þar hægt að sjá hvaða keppnir boðið verður upp á í vetur hjá skautasambandinu.  Enn á eftir að setja inn innanfélagsmót og sýningar, en það kemur bráðlega.

Einnig viljum við benda á síðu Skautasambands Íslands en þar eru ýmsar góðar upplýsingar.