Aðalfundur Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn þann 17. maí kl. 20:00 í Skautahöllinni. Fram fara venjuleg aðalfundarstörf.

Formaður félagsins hefur sent til formanna deildanna beiðni um að kannað verði hvort einhverjir hafi áhuga á að taka sæti í aðalstjórn félagsins. Reyndar er ekki alveg komið á hreint hverjir af núverandi stjórnarmönnum munu gefa kost á sér áfram en ljóst er að einhverjar breytingar verða. Talið er nauðsynlegt að hver deild eigi fulltrúa í aðalstjórninni, æskilegt að þar sitji tveir menn frá hverri deild. Auk þess er rétt að vekja athygli á breytingu sem tengist viðurkenningunni á SA sem fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Gerð er krafa um það í fyrirmyndarfélagi að hver deild sé með áheyrnarfulltrúa á aldrinum 16-25 ára í stjórn hjá sér.