6 leikmenn frá SA í U20 landsliðinu

U20 ára landslið Íslands heldur utan um næstu helgi til keppni í 2. deild heimsmeistaramóts Alþjóða Íshokkísambandsins. 

Keppnin fer fram dagana 11. – 17. desember í bænum Miercurea Ciuc í norður Rúmeníu.  Mótherjar liðsins verða að þessu sinni Ástralía, Króatía, Spánn, Ungverjaland og Rúmenía.

Leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar eru sex talsins en það eru þeir;

Einar Valentine
Birkir Árnason
Sigurður Árnason
Orri Blöndal
Sigmundur Sveinsson
Sindri Már Björnsson

Allir hafa þessir drengir keppt áður með landsliðinu nema Sigmundur Sveinsson sem er eini nýliðinn í hópnum.  Við óskum drengjunum okkar og landsliðinu öllu góðs gengis á komandi móti.

Þeir sem vilja kynna sér mótið frekar geta farið á vef ÍHÍ www.ihi.is og smellt á link til vinstri á síðunni merktan U20 liðinu.