4. flokkur: Titilvörnin gengur vel

Mynd: Sigurgeir Haraldsson
Mynd: Sigurgeir Haraldsson


Lið SA1 í 4. flokki er nú í efsta sæti Íslandsmótsins í íshokkí og afar líklegt til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir góðan sigur á helgarmóti sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina.

Liðið vann alla leiki sína, en eftir fyrsta mót vetrarins sem fram fór syðra deildu SA1 og Björninn efsta sætinu. SA1 vann báða leikina gegn Birninum um helgina, auk þess sem Björninn tapaði einnig stigi þegar liðið gerði jafntefli við SR.

Lið SA2 stóð sig einnig mjög vel, en veturinn er erfiður hjá því liði þar sem SA er eina félagið af þessum þremur sem mætir til leiks með B-lið í 4. flokki. SA2 er því eingöngu að leika gegn A-liðunum og því oft við ramman reip að draga. En SA2 nældi í stig með jafntefli gegn SR-ingum í laugardagsleiknum, og var nálægt því að taka aukastigið, en SR-ingar unnu vítakeppnina.

Heiðar Örn Kristveigarson skoraði mest fyrir SA1, alls 10 mörk, þar af fimm í röð í leiknum gegn SR í morgun. Axel Snær Orongan skoraði sjö mörk. Hjá SA2 var Kolbrún María

Úrslit leikja: 
SA2 - SA1 0-6 (0-0, 0-1, 0-5)
SR - Björninn 1-3 (0-0, 0-1, 1-2)
SA2 - SR 4-5 (0-1, 2-1, 2-2, 0-1 vítak.)
SA1 - Björninn 4-0 (1-0, 0-0, 3-0)
SA1 - SA2 4-0 (2-0, 0-0, 2-0)
Björninn - SR 4-4 (0-1, 2-1, 2-2, 1-0 vítak.)
SA2 - Björninn 1-10 (1-0, 0-5, 0-5)
SR - SA1 3-9 (1-1, 0-3, 2-5)
Björninn - SA2 3-0 (1-0, 0-0, 2-0)
SA1 - SR 8-4 (3-3, 2-0, 3-1)
Björninn - SA1 0-4 (0-1, 0-2, 0-1)
SR - SA2 6-2 (3-0, 2-1, 1-1)

Mörk og stoðsendingar SA-liðanna
SA1
Heiðar Örn 10/1
Axel Snær 7/2
Guðmundur Orri 4/3
Sunna 3/1
Kristján 3
Róbert Máni 3
Einar 2
Ragnhildur 1
Bjartur Geir 1

SA2
Kolbrún María 4
Ágúst Máni 1
Hallbjörn Kári 1
Þorsteinn Jón 1

Þriðja og síðasta mótið í Íslandsmótaröðinni hjá 4. flokki verður í Egilshöllinni í byrjun apríl.