3-2 sigur gegn N-Kóreu !

Strákarnir knúðu fram sigur gegn N-Kóreu 3-2 (1-2)(1-0)(1-0) eftir að hafa farið ílla af stað!

Mörkin skoruðu Úlfar Andrésson (1) og Daniel Erikson (2). Stoðsendingar eru skráðar á Gauta Þormóðs, Emil Alengard og Birki Árnason.

Snemma í leiknum voru íslendingar 2 færri eftir að Gauta fyrst og Emil mínútu síðar, var vísað af leikvelli í 2 mín hvor, annar fyrir tripping hinn fyrir hooking. N-Kóreubúar skoruðu fyrsta mark sitt kl. 02:35, þá 2 leikmönnum fleiri. Íslendignar jöfnuðu á "powerplay" þegar 07:00 mínútur voru liðnar af leiknum. Markið Skorðai Úlfar Jón Andrésson með stoð frá Birki Árnasyni. N-Kórea komst svo aftur yfir á "powerplay" tæpum 4 mínútum síðar. Staðan eftir 1. leikhluta var því 1-2

Í öðrum leikhluta jöfnuðu íslensku strákarnir á "powerplay" og var þar að verki Daniel Erikson með stoð frá Gauta Þormóðssyni. Í 3. leikhluta skoruðu strákarnir sigurmarkið og var Daniel aftur á ferðinni nú með stoðsendingu frá hinum efnilega Emil Alengard. EKki má gleyma framlagi markvarðarins en Jón Trausti stóð á milli stanganna og varði 40 af 42 skotum eða yfír 95%. Það verður að segjast eins og er að þetta er góð byrjun hjá drengjunum, og óskum við þeim til hamingju með þennan sigur. Áfram Ísland!