Fréttir

14.03.2024

Fyrsti leikur í Úrslitakeppni karla á þriðjudag

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla á milli Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur hefst þriðjudaginn 19. mars kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru deildarmeistarar og hefja því leik á heimavelli en leikið verður sitt á hvað þar til annað liðið hefur unnið þrjá leiki og tryggir sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí. Miðaverð er 2000 kr. en frítt inn fyrir 13 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Foreldrafélagið selur hamborgara og drykki í félagssalnum fyrir leik og Sjoppan samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!
13.03.2024

Alex Máni á samning hjá Örnsköldsvik

Alex Máni Sveinsson er komin á samning hjá Örnsköldsvik í sænsku 1. deildinni. Alex Máni gerði tveggja ára samning við liðið en hann spilaði með unglingaliðinu liðsins í vetur og frammistaðan heillaði þannig að liðið bauð honum tveggja ára samning sem búið er að skrifa undir. Eins og fram kemur á heimasíðu ÍHÍ þá er Alex Máni fyrsti íslendingurinn sem alin er upp innan íslensks félagsliðs sem kemst á samning í sænsku 1. deildinni. Við óskum Alex Mána til hamingju með samninginn og áframhaldandi velgengni í sænsku deildinni.
07.03.2024

Sögulegu Vormóti lokið

Vormót ÍSS fór fram í Skautahöllinni hjá okkur um síðustu helgi en mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið í listskautum. Keppt var í ÍSS keppnislínu, félagalínu og Special Olympics/Adaptive Skating á listskautum en svo var einnig keppt í skautahlaupi opinberlega í fyrsta sinn í 42 ár á Íslandi. Mótið er síðasta mót tímabilsins og voru Bikarmeistarar krýndir í lok móts.
04.03.2024

U18 landslið drengja byrjar á stórsigri

Íslenska drengja landsliðið í íshokkí byrjar heimsmeistaramótið í III deild af miklum krafti en liðið lagði Bosníu nú rétt í þessu 13-1. 8 leikmenn skoruðu mörk í leiknum en SA drengirnir Askur Reynisson (2), Bjarmi Kristjánsson (2), Bjarki Jóhannsson, Stefán Guðnason og Alex Ingason skoruðu allir mörk í leiknum. Mótið fer fram í Istanbúl í Tyrklandi og á Ísland eftir að mæta Tyrklandi, Nýja-Sjálandi, Mexíkó og Belgíu. Næsta verkefni liðsins er gegn heimaliðinu Tyrklandi en leikurinn er á morgun kl. 17:00 og má sjá hann í beinni útsendingu hér. Hér má finna dagskrá og tölfræði mótsins.

 

Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    19:30 þri 19. mar
    SR
    Hertz deild karla
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    16:45 lau 23. mar
    SR
    Hertz deild karla

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2017 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2014, 2015 og 2016 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
  • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:30-17:15. Mikilvægt er að mæta tímanlega til að hafa tíma til að fara í æfingaföt og skauta (15 min áður en æfing byrjar). Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í tvær vikur.

  • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

  • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

  • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

Þjálfarar Listhlaupadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová thjalfari@listhlaup.is
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur)
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Ásta Hlín Arnarsdóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Viðburðalisti

Skoða alla viðburði

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND