Fréttir

28.09.2025

Fræðslufyrirlestrar í upphafi tímabils

Í byrjunseptember buðum við foreldrum og forráðamönnum iðkenda í U14, U16 og U18 á fræðslufyrirlestur um samskipti. Á þessum aldri geta samskipti verið krefjandi og því mikilvægt að ræða þau sérstaklega. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, fjallaði um samskipti í ýmsum myndum og hvernig foreldrar geta brugðist við ef ágreiningur kemur upp. Hún ræddi hvernig leysa má úr málum á farsælan hátt, hvaða boðleiðir eru í boði og spurði að lokum hvort við sem foreldrar værum góðar fyrirmyndir í samskiptum.
24.09.2025

Fyrsti heimaleikur tímabilsins á laugardag

Fyrsti heimaleikur tímabilsins er um helgina en þá tekur SA á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Toppdeild kvenna í Skautahöllinni kl. 16:45 á laugardag. Bæði lið hafa spilað einn leik og lagt Íslandsmeistara síðasta tímabils að velli og því um toppslag að ræða. Árskortasalan er í fullum gangi á Stubb og þar er einnig forsala miða. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og Sjoppan Ásgarður opin.
24.09.2025

12 keppendur SA á haustmót ÍSS um komandi helgi

Fyrsta mót tímabilsins hjá skautasambandinu, haustmót ÍSS, fer fram um helgina 26.-28. september í Skautahöllinni í Laugardal. LSA sendir flottan hóp skautara á mótið en við eigum 7 keppendur í ÍSS línu mótsins og 5 keppendur í félaga línu mótsins. Við hlökkum til að fylgjast með stelpunum á þessu fyrsta móti vetrarins og hvetjum við alla sem möguleika eiga á til að kíkja í laugardalinn og hvetja skautarana okkar til dáða.
24.09.2025

Ungmennaliðið okkar með sinn fyrsta sigur í Toppdeild karla

Ungmenna U22 liðið okkar gerði sér lítið fyrir og sigraði meistaraflokk Fjölnis í gærkvöld í Toppdeild karla. Úrslitin eru í raun ótrúleg en fullkomlega verðskulduð því liðið okkar spilaði frábæran hokkíleik og voru sterkari aðilinn í leiknum. Bjarmi Kristjánsson var frábær í leiknum fyrir SA en hann skoraði 3 mörk og átti auk þess eina stoðsendingu. Robbe Delport og Marek Vybostok skoruðu báðir 2 mörk í leiknum og Bjarki Jóhannsson eitt mark. Elías Rúnarson var eins og klettur í markinu í sínum fyrsta leik í meistaraflokki og var með 31 pökk varðan og 93,9% markvörslu.
21.09.2025

Ungmennalið SA með frækilega frammistöðu gegn SR

Ungmennalið SA 22 ára var nálægt því að skrifa í sögubækurnar í gærkvöld þegar liðið mæti sterku meistaraflokksliði SR í Laugardal. SA liðið var hársbreidd frá því að stela stigum en SR hafði að lokum betur 4-3 eftir æsispennandi lokamínútur.
18.09.2025

Árskortasalan hafin!

Árskortasalan er hafin á Stubb. Tryggðu þér frábært verð af öllum heimaleikjum í vetur og styrktu stelpurnar og strákana í leiðinni.  Öllum ársmiðum fylgir aðgangur að betri stofunni Miðgarði - fyrir leik og í leikhléi. ❤️🤍🖤 Ársmiði á kvennaleiki SA - 10.000 kr. Ársmiði á karlaleiki SA - 10.000 kr. Ársmiði SA FAN - gildir á bæði karla og kvennaleiki - 15.000 kr. Silfurkort SA – 25.000 kr. Þitt eigið sæti í stúku – allir leikir karla og kvenna ➕ úrslitakeppni! Gullkort – 70.000 kr. Uppselt – (hafið samband til að komast á biðlista) 
13.09.2025

SA Víkingar hefja titilvörn í Toppdeild karla í dag

Meistaraflokkur karla, SA Víkingar, hefja titilvörnina í Toppdeild karla í dag þegar liðið mætir Fjölni í Egilshöll. Eftirvæntingin er mikil í herbúðum SA en í dag lýkur 4 mánaða undirbúningstímabili leikmanna en hópurinn verið saman í 6 vikur á ís. Nýtt tímabil, nýtt fyrirkomulag og áskoranir með breyttan leikmannahóp – en markmiðið er skýrt: að verja titilinn og koma honum aftur heim til Akureyrar.
13.09.2025

Robbe Delport spilar með SA Víkingum í vetur

Robbe Delport hefur bæst í leikmannahóf SA Víkinga en hann er 18 ára Belgískur sóknarmaður sem kemur frá Chiefs Leuven sem spilar í Belgísku deildinni. Robbe er virkilega efnilegur og spennandi leikmaður en Robbe hefur verið fyrirliði Belgíska unglingalandsliðsins og var fastamaður í Belgíska A-landslið síðasta vetur. Robbe mun starfa við þjálfun yngstu aldursflokkana hjá klúbbnum í vetur. Við bjóðum Robbe hjartanlega velkominn í klúbbinn og hlökkum til að sjá hann með SA Víkingum í vetur.
Allir í stúkuna

Næstu leikir

  • Skautahöllin Akureyri

    SA - Fjölnir

    SA
    16:45 lau 4. okt
    Fjölnir
    Toppdeild kvenna
  • Skautahöllin Akureyri

    SA Víkingar - SR

    SA Víkingar
    19:30 þri 7. okt
    SR
    Toppdeild karla

 

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND