Sterkur sigur Víkinga á Fjölni í Grafarvogi

Magnaður sigur hjá strákunum í Grafarvogi í kvöld á vel spilandi Fjölnisliði en Fjölnir var með eins marks forystu þegar 7 mínútur lifðu leiks en fyrirliðinn Andri Mikaelsson jafnaði leikinn á 56 mínútu og Heiðar Jóhannsson skoraði svo sigurmarkið mínútur síðar. SA Víkingar voru með 37 skot á mark í leiknum gegn 27 skotum Fjölnis og Róbert Steingrímsson var með 85,2% markvörslu í marki Víkinga.