Marta María Jóhannsdóttir fulltrúi ÍSS á Ólympíuhátíð Evrópsku æskunnar, e. European Youth Olympic Festival (EYOF

Marta María Jóhannsdóttir
Marta María Jóhannsdóttir

Það gleður okkur að tilkynna að Marta María hefur verið valin fulltrúi Íslands á Vetrar Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar (European Youth Olympic Festival), sem fer fram í Sarajevó, Austur-Sarajevó og Bosníu-Hersegóvínu, dagana 9. - 16. febrúar, 2019. 

Leikarnir eru haldnir undir verndarvæng Alþjóðlegu Ólympíusamtakanna (IOC) og eru stolt og prýði Evrópsku Ólympíusamtakanna (EOC). Hátíðin á sér 25 ára sögu og er fyrsti Evrópski fjölíþrótta viðburðurinn sem miðaður er að ungum íþróttamönnum á aldrinum 14 til 18 ára. Hátíðin fer fram undir Ólympíu fánanum og er rík af ólympískum hefðum, allt frá ólympíu eldinum sem logar til eiðs íþróttamanna og starfmanna.

Á EYOF keppa framtíðaríþróttasjörnur Evrópu og taka fyrstu skrefin sín á alþjóðlegum vettvangi. Hátíðin gefur íþróttamönnunum forsmekk af Ólympíu leikunum, en á sama tíma er ungt fólk kvatt til að iðka íþróttir og leiða heilbrigðan lífsstíl. Margir verðlaunahafar EYOF hafa síðar á sínum ferli unnið til verðlauna á Ólympíuleikum (Upplýsingar fengnar af heimasíðu ÍSS iceskate.is)

Það er gaman frá því að segja að LSA á líka varamann ÍSS á mótið úr sínum röðum hana Aldísi Köru Bergsdóttur.

Við óskum Mörtu Maríu góðs gengis á mótinu og vonum að hún njóti upplifuninnar.

Stjórn LSA