Flýtileiðir

Fréttir

06.11.2025

Krulluævintýri í Noregi

9 krullarar úr Krulludeild SA hentu sér í ævintýraferð til Noregs til að spila á Bygdøy Broomstacking. Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt og var spilað í tveimur krulluhöllum. Í heimahöll Bygdøy sem er með tvær brautir og Snarøya sem er 6 brauta hús. Á næsta ári er 10 ára afmæli þessa skemmtilega krullumóts.
19.08.2025

Æfingar SA hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku

Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku. Byrjendaæfingar: Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar. Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september. Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.
21.05.2025

Ný stjórn kosin og Ingibjörgu Magnúsdóttur veitt gullmerki á aðalfundi Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Skautafélag Akureyrar fór fram á fimmtudagskvöld í félagssalnum í Skautahöllinni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu um starfsemi félagsins, skýrslu um fjárhag, reikninga og fjárhagsáætlun, kosningu stjórnar og önnur mál. Ingibjörgu Magnúsdóttur var veitt gullmerki félagsins fyrir störf sín fyrir félagið síðastliðin 17 ár.
02.05.2025

Aðalfundir íshokkídeildar, listskautadeildar og krulludeildar dagana 12.-14. maí

Skautafélaga Akureyrar boðar til aðalfunda allra deilda félagsins daganna 12.-14. maí í félagssal Skautahallarinnar. Tímasetningar aðalfunda: Krulludeild mánudaginn 12. maí kl. 18:00 Íshokkídeild mánudaginn 12. maí kl. 20:00 Listskautadeild miðvikudaginn 14.m maí kl. 20:00

Einhver auglýsing

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira