U20 landslið Íslands með sögulegan árangur

U20 ungmennalandslið Íslands í íshokkí náði sögulegum árangri um helgina þegar liðið vann bronsverðlaun á Heimsmeistaramótinu í II deild b sem fram fór í Pionir Arena í Belgrad í Serbíu. Ísland tryggði sér bronsið með því að leggja Chinese Tapei örugglega 9-4 í síðasta leik en áður hafði liðið unnið bæði Ástralíu og Belgíu. Rúmenía sem stal sigrinum gegn Íslandi í síðustu viku vann svo gullverðlaunin og fer upp um deild. Bronsverðlaunin eru besti árangur sem Ísland hefur náð í þessum aldursflokki á heimsmeistaramóti svo árangurinn er sögulegur merki um gæði nýrrar kynslóðar leikmann sem nú eru að koma upp í íslensku íshokkí. SA Víkingurinn Arnar Helgi Kristjánsson var valin besti varnarmaður mótsins en hann var stigahæsti leikmaður Íslands á mótinu með 9 stig (2+7) og þriðji stigahæsti leikmaður mótsins. Akureyringarnir Alex Máni Sveinsson, nú leikmaður Örnskoldsvik í sænsku 1. deildinnim, var markahæsti leikmaður Íslands í mótinu með 4 mörk (4+4) og Helgi Þór Ívarsson leikmaður var með þriðju hæst markvörsluhlutfall mótsins með 91,87% markvörslu.

SA deildarmeistarar kvenna 2024

SA eru deildarmeistarar 2024 í Hertz-deild kvenna eftir 4-2 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag. Silvía Björgvinsdóttir skoraði 2 marka SA í leiknum á laugardag og þær Sveindís Sveinsdóttir og María Eiríksdóttir sitthvort markið. Shawlee Gaudreault var með 95% markvörslu í leiknum. SA er búið að vinna 11 af 12 leikjum í deildarkeppninni í vetur en liðið á eftir að mæta SR í þrígang og Fjölni einu sinni áður en úrslitakeppnin hefst í byrjun mars.

U20 drengjalandslið Íslands byrjar HM í Serbíu af krafti

U20 drengjalandslið Íslands í íshokkí byrjarði Heimsmeistaramótið í IIb sem fram fer í Belgrad í Serbíu af miklum krafti en liðið vann Ástralíu örugglega 6-0 í sínum fyrsta leik. Mörk Íslands skoruðu þeir Gunnlaugur Þorsteinsson, Birkir Einisson, Alex Máni Sveinsson, Ormur Jónsson, Ýmir Hafliðason og Viggó Hlynsson. Helgi Þór Ívarsson stóð eins og klettur á milli stanganna og varði öll 25 skot Ástralíu í leiknum og Alex Máni Sveinsson var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum. Ísland mætir Rúmeníu í dag kl. 15:00 og er hægt að horfa á leikinn hér í beinni útsendingu. Dagskrá og tölfræði mótsins má sjá hér.

Íslenska U18 kvennalandsliðið með silfurverðlaun á HM í Búlgaríu

U18 kvennalandsliðið í íshokkí vann sifurverðlaun á HM í deild IIb í Búlgaríu sem kláraðist í gærkvöld. Ísland vann 4 leiki af 5 og voru hársbreidd frá gullinu því Nýja-Sjáland mátti ekki tapa stigum gegn Búlgaríu í sínum síðasta leik og skoraði sigurmark leiksins á síðustu mínútum leiksins svo tæpar mátti það ekki standa. Íslenska liðið spilaði frábært íshokkí á mótinu og frammistaðan gefur góð fyrirheit um frammtíðina. Aðalheiður Ragnarsdóttir var valin besti varnarmaður mótsins og Friðrika Magnúsdóttir mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Við óskum liðinu og starfsfólki til hamingju með árangurinn og góðrar ferðar heim.

U18 kvennalandslið Íslands farnar af stað til Búlgaríu

U18 kvennalandslið Íslands í íshokkí lagði af stað til Sofíu í Búlgaríu nú í morgunsárið til þess að keppa á Heimsmeistaramótinu í íshokkí í II deild B. Auk Íslands eru Belgía, Búlgaría, Nýja-Sjáland, Mexíkó og Suður-Afríka í riðlinum. Fyrsti leikur Íslands er á mánudag en þá mætum við Mexíkó kl. 11:00 á íslenskum tíma. Upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins en við munum birta hlekk á facebook síðu íshokkídeildar með beinu streymi á leikina.

Gunnar Arason og Herborg Geirsdóttir íshokkífólk ársins á Íslandi

Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur valið þau Gunnar Arason og Herborgu Rut Geirsdóttur íshokkífólk ársins á Íslandi. Bæði tvö áttu frábært tímabil fyrir Skautafélag Akureyrar á síðasta tímabili og svo haldið áfram með liðum í Svíþjóð á þessu tímabili. Skautafélag Akureyrar óskar þeim báðum innilega til hamingju með nafnbótina og stórkostlega frammistöðu á árinu.

Íshokkíkona og íshokkímaður hokkídeildar 2023

Íshokkíkona og íshokkímaður hokkídeildar Skautafélags Akureyrar árið 2023 eru þau Amanda Ýr Bjarnadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og U18 og Jakob Ernfelt Jóhannesson markmaður í meistaraflokki karla og afís þjálfari. Hokkídeildin óskar þeim báðum innilega til hamingju með titlana sem þau er vel að komin.

Undankeppni fyrir Ólympíuleikana fer fram í Reykjavík um helgina

Það er sannkölluð hokkíveisla framundan í höfuðborginni en karlalandsliðið leikur þrjá leiki í undankeppni Ólympíuleikanna á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru Suður-Afríka, Búlgaría og Eistland. Þetta er frábært tækifæri fyrir hokkíunnendur að sjá landsliðið spila á heimavelli á aðventunni og því skulum við fjölmenna í höllina og hvetja okkar menn. Aðalþjálfari liðsins er Vladimir Kolek og honum til aðstoðar eru Jamie Dumont frá SA og Emil Alengard frá Fjölni. Dagskráin er eftirfarandi:

Heilbrigðisteymi á öllum hokkíleikjum

Heilbrigðisteymi er nú á öllum heimaleikjum SA í Skautahöllinni á Akureyri og þá gildir einu hvort um sé að ræða fullorðins- eða barnaflokka. Teymið samanstendur af 14 einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að starfa með einum eða öðrum hætti í heilbrigðisgeiranum og vera tengd SA. Í teyminu eru hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar og sjúkraflutningafólk. Á öllum leikjum eru 1 - 3 úr heilbrigðisteyminu í merktum gulum vestum og eru tilbúin að bregðast við ef eitthvað kemur uppá. Hér er um ómetanlega aðstoð að ræða sem unnin er í sjálfboðavinnu til þess að auk öryggi þeirra sem íþróttina stunda.

U16/U14 stelpuhelgi fyrir norðan

Um síðustu helgi var Bikarmót U16 stúlkna haldið í Skautahöllinni á Akureyri. Undanfarin þrjú vor hafa þessir aldursflokkar þ.e. U16 og U14 komið saman eina helgi og verið við sameiginlegar æfingar, hópefli, fengið fjölbreytta fræðslu og spilað leiki en það er einna helst það sem stelpum í þessum aldursflokkum vantar, að spila fleiri leiki gegn stelpum. Ástæða þótti því til að bæta við einni helgi til að efla og styrkja stelpurnar enn frekar á ísnum en það er mikill munur að spila í blönduðu liði eða einungis með stelpum. Þannig kom það til að þessi helgi á miðju tímabili var valin og spilað einfalt bikarmót og nú fyrir norðan í fyrsta sinn.