SA Íslandsmeistarar kvenna 2022

SA Íslandsmeistarar kvenna 2022 SA tryggđu sér Íslandsmeistaratitilinn í Hertz-deild kvenna á heimavellinum okkar í Skautahölllinni um helgina međ 1-0

SA Íslandsmeistarar kvenna 2022

SA tryggđu sér Íslandsmeistaratitilinn  í Hertz-deild kvenna á heimavellinum okkar í Skautahölllinni um helgina međ 1-0 sigri á Fjölni í framlengingu í 3. leik úrslitakeppninnar. SA vann úrslitakeppnina 3-0 og var ţetta 21. Íslandsmeistaratitill félagsins í kvennaflokki. Ragnhildur Kjartansdóttir skorađi sigurmarkiđ međ frábćru upphlaupi í framlengingunni og Birta Björnsdóttir hélt markinu hreinu og varđi 19 skot í leiknum.

Á ţriđja hundrađ manns voru mćttir í stúkuna í ţennan ţriđja leik úrslitakeppninnar. Fyrsti leikhlutinn var leikinn nokkuđ varfćrnislega af báđum liđum ţar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi og liđin gáfu fá fćri á sér. Ţađ breyttist í annarri lotunni ţar sem SA náđi meira valdi á leiknum en báđum liđum tókst ađ skapa sér úrvals marktćkifćri en markverđirnir voru heitir og sýndu frábćra takta. Ţriđja lotan var ćsispennandi ţar sem bćđi liđ lögđu allt kapp á ađ skora og fengu fjölmörg frábćr fćri en hvorugu liđinu tókst ađ skora og fór leikurinn í framlengingu. SA fékk frábćrt fćri í fyrstu skiptingu framlengingunnar og svo Fjölnir strax í kjölfariđ í hinum endanum en markverđirnir voru áfram í lykilhlutverki í leiknum. Á annarri mínútu framlengingunnar vann fyrirliđi SA Ragnhildur Kjartansdóttir pökkinn viđ sína eigin bláu línu og fór rakleiđis ađ marki Fjölnis og fór fram hjá síđasta varnarmanni Fjölnir áđur en hún setti pökkinn örugglega upp í ţaknetiđ og tryggđi SA sigur í leiknum viđ mikinn fögnuđ stúkunnar og SA Íslandsmeistari kvenna í 21. sinn. Jónína Guđbjartsdóttir vann sinn 20 Íslandsmeistaratitill međ SA en hún hefur spilađ međ SA frá upphafi deildarkeppninnar.

SA eru vel ađ titlinum komnar og sýndu frábćran karakter fyrst međ ađ tryggja sér heimaleikjaréttinn í síđasta leik deildarkeppninnar á útivelli og vinna svo ţrjá frábćra sigra úr mjög jöfnum leikjum í úrslitakeppninni.


  • Sahaus3