Skautafélag Akureyrar

Skautafélag Akureyrar

Velkomin á vef Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar (LSA)

Fréttir

Söguleg stund þegar Aldís skautaði á EM


Það var söguleg stund þegar Aldís Kara Bergsdóttir steig á ísinn í Tondiraba skautahöllinni í Tallinn í Eistlandi rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun og hóf þar með þátttöku á Evrópumeistaramóti ISU, fyrst íslenskra skautara. Lesa meira

Aldís Kara skautar fyrst Íslendinga á Evrópumótinu á morgun


Aldís Kara Bergsdóttir brýtur blað í sögu skautaíþrótta á morgun þegar hún skautar fyrst Íslendinga á Evrópumóti fullorðinna í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. Aldís er ekki alls ókunnug Tondiraba skautahöllinni í Tallinn því þar skautaði hún einmitt fyrst Íslendinga á Heimeistaramóti unglinga á eftirminnilegan hátt árið 2020. Aldís hefur verið í undirbúningi í Tallinn síðan á mánudag ásamt fylgdarliði sínu og hefur undirbúningurinn gengið vel. Í kvöld verður dregið um keppnisröð og þá kemur í ljós hvar í röðinni Aldís skautar og klukkan hvað en keppnin sjálf hefst kl. 9 í fyrramálið á íslenskum tíma en keppninni verður streymt á youtube rás ISU. Lesa meira

Æfingar í listhlaupi hefjast á ný

Æfingar hjá byrjendum (4. hópur) byrja aftur miðvikudaginn 5. janúar kl. 16:30. Lesa meira

Jólasýning Listhlaupadeildar SA


Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 19.des nk. kl: 17:30. Samkvæmt sóttvarnarreglum þurfa allir 2015 og eldri að sýna fram á neikvætt hraðpróf sem má ekki vera eldra en 48 klst eða sýna fram á fyrri COVID sýkingu ( eldri en 14 daga og yngri en 180 daga). Miðasala fer fram á Stubbur appi en einnig er hægt að kaupa miða við hurð. Lesa meira

Aldís Kara Skautakona ársins hjá ÍSS

Aldís Kara á Íslandsmeistaramóti ÍSS (iceskate.is)
Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2021. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Er þetta í þriðja sinn í röð sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins. Lesa meira

ÍSLANDSMÓT BARNA OG UNGLINGA 2021

Chicks og Cubs keppendur
Helgina 19.-21. nóvember var Íslandsmót barna og unglinga 2021 haldið í skautahöllinni í Laugardal. Á þessu móti keppa iðkendur í eftirfarandi aldursflokkum: Chicks, Cubs, Basic novice girls, Intermediate novice girls og Intermediate women. LSA átti iðkendur í öllum keppnisflokkum mótsins. Allir LSA keppendur enduðu á verðlaunapalli í þeim keppnisflokkum þar sem veitt voru verðlaun. Vegna hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 þurftu allir keppendur, þjálfarar, áhorfendur, sjálfboðaliðar og allir þeir sem komu að mótinu að sýna neikvætt hraðpróf við komu í skautahöllina, sem var í fyrsta sinn sem þess hefur þurft, en með þessum ráðstöfunum var hægt að halda mótið. Lukkulega gátu allir 9 iðkendur LSA sýnt fram á neikvætt hraðpróf og sýnt áhorfendum hæfni sína á ísnum. Lesa meira

Skautafélag Akureyrar með alla Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramóti ÍSS

Íslandsmeistarar í listhlaupi 2021 (iceskate.is)
Skautarar frá Skautafélagi Akureyrar unnu alla þrjá Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Laugardal um helgina. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í Advanced Novice, Júlía Rós Viðarsdóttir í Junior og Aldís Kara Bergsdóttir í Senior. Allar þrjár voru að verja titlana sína frá því í fyrra en Aldís Kara Bergsdóttir setti einnig stigamet á Íslandi á mótinu bæði í stutta og frjálsa sem og heildarstig. Lesa meira

Aldís Kara með nýtt Íslandsmet

Aldís Kara á Íslandsmeistaramóti ÍSS (iceskate.is)
Aldís Kara Bergsdóttir setti nýtt stigamet á Íslandsmeistaramóti ÍSS um helgina. Aldís Kara bætti Íslandsmetið í stutta prógramminu sem hún setti sjálf Finlandia Trophy í október en nú á laugardag fékk hún 47.31 stig. Hún stoppaði ekki þar því í gær bætti hún svo metið í frjálsa líka þegar hún fékk 88,83 stig og 136.40 stig í heildarskor sem er hæsta skor sem skautari hefur fengið á Íslandi. Lesa meira

HAUSTMÓT ÍSS 2021

Haustmót ÍSS
Dagana 1.-3. október fór fram Haustmót ÍSS 2021 sem er jafnframt fyrsta mót vetrarins, mótið var haldið í Egillshöllinni í Reykjavík. Átti LSA 11 keppendur að þessu sinni, Stúlkurnar röðuðu sér í toppsætin í flestum keppnisflokkum og komu með silfurverðlaun í Basic Novice, gull og silfurverðlaun í Intermediate Novice og Advanced Novice og gullverðlaun í Intermediate Women og Junior Women. Lesa meira

Aldís Kara kominn inná Evrópumót fullorðna


Um síðustu helgi fór fram Finlandia Trophy í Espoo í Finnlandi. Aldís Kara Bergsdóttir var mætt til keppni, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari keppir í Senior Women á mótinu. Lesa meira

Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List2