Skautum regnbogann

Skautum Regnbogann Skautum regnbogann: er í umsjón skautafélaga landsins en yfirumsjón er í höndum Skautasambands Íslands. Kennsla í kerfinu fer fram hjá

Skautum regnbogann

Skautum Regnbogann

Skautum regnbogann: er í umsjón skautafélaga landsins en yfirumsjón er í höndum Skautasambands Íslands. Kennsla í kerfinu fer fram hjá skautafélögunum og byggist á hópkennslu sem framkvæmd er af þjálfurum sem hafa lokið að lágmarki þjálfararéttinda á 1.stigi. Kerfið inniheldur kennsluaðferðir með þrepaskiptum markmiðum í sveigjanlegu og skemmtilegu námsumhverfi, ásamt því að það byggir á fljótu og auðveldu símati sem verðlaunar skautara strax. Skautum regnbogann veitir skauturum góðan grunn og þjónar bæði skauturum sem hafa áhuga á að nýta íþróttina sem tómstundargaman og einnig þeim sem huga seinna meir að keppni.

Skautum regnbogann: leggur höfuðáherslu á að byggja upp grunnskautafærni á markvissan hátt. Stigin eru sjö og innihalda margvíslegar æfingar sem allar stuðla að góðri undirstöðu innan íþróttarinnar. Farið er frá því einfalda til hins flókna í öllum áföngum kerfisins og hentar kerfið öllum nýjum skauturum sama hvort um er að ræða algera byrjendur eða aðeins lengra komna. Þegar skautari hefur lokið hverju stigi fyrir sig í kerfinu verður árangursskírteini undirritað af þeim sem metur árangurinn. Þar að auki fær skautarinn barmmerki sem viðurkenningu og eru þau í sitt hvorum litnum, eftir því hvaða stigi verið var að ljúka.

Undirstöðuatriði íþróttarinnar eru eftirfarandi:

  • Líkamsburður og líkamshalli
  • Notkun á hnjám – að beygja hné
  • Notkun á ökklum
  • Rennsli
  • Brúnir, notkun brúna og notkun líkamsþyngdar
  • Taktur og samhæfing
  • Aukning á hraða og takti smám saman
  • Rétt spyrna

Ef þessi atriði eru rétt í upphafi stuðlar það að betri grunni og styrkir stöðu skautarans innan íþróttarinnar í framtíðinni.

Ferlið í Skautum regnbogann: Skautum regnbogann skiptist í 7 stig. Hægt er að fara í gegnum stigin óháð tíma eða röð í samráði við þjálfara. Þegar skautari hefur náð öllum stigunum hjá félagi sínu, tekur hann sitt fyrsta próf hjá ÍSS.

Skautum regnbogann

Æfingar

 

 

1. stig

 

Jafnvægi

2. stig

Renna áfram

3. stig

Renna afturábak

4. stig

Brúnir

5. stig

Kraftur

6. stig

Hraði

7. stig

 

Áfram

 

 


 


 


 


 


 


Skautað áfram

Lokið

Afturábak

 

 


 


 


 


 


 


Skautað afturábak

Lokið

Stopp

 

 

 


 


 


 


 


 


Stopp

Lokið

 

Snúa við

 

 


 


 


 


 


 


Snúa við

Lokið

 

Snúningar

 

 


 


 


 


 


 


Snúningar

Lokið

 

Stökk

 

 


 


 


 


 


 


Stökk

Lokið

 

Listfengi

 

 


 


 


 


 


 


Listfengi

Lokið

 

Lokið

 

1. stig Lokið

 

2. stig

Lokið

 

3. stig Lokið

 

4. stig Lokið

 

5. stig Lokið

 

6. stig Lokið

 

7. stig Lokið

 

Kostnaður: Það er ekki mjög kostnaðarsamt að taka þátt í íþróttinni í byrjun en kostnaðurinn getur orðið umtalsverður þegar frekari færni er náð og skautari er kominn lengra innan íþróttarinnar. Kostnaður fer eftir því á hvaða stigi skautari er. Skipta verður oftar út ýmsum búnaðir s.s. skautaskóm, skautablöðum, búningum og æfingafatnaði þegar lengra er komið. Þá verður einnig að taka með í reikninginn kostnað vegna einkatíma, fleiri æfingatíma, sumaræfinga (sem jafnvel fara fram erlendis), kostnaður við keppni og ferðalög tengd íþróttinni.


Öllum iðkendum Skautafélags Akureyrar er boðið að taka þátt og er þátttakan og barmmerkin innifalin í æfingagjöldum!

Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List2