Á föstudaginn fór fram keppni á Interclub hluta mótsins ţar sem SA átti fjóra keppendur í jafn mörgum flokkum. Hófst keppni dagsins međ yngsta flokknum Chicks ţar sem Berglind Inga Benediktsdóttir stóđ sig vel. Nćst á eftir kom flokkurinn Cubs ţar sem Sćdís Heba Guđmundsdóttir stóđ sig einnig vel, en í ţessum tveimur flokkum eru ađeins veitt ţátttöku verđlaun. Ţví nćst var ţađ Kristbjörg Magnadóttir sem setti persónulegt stigamet í flokknum Basic Novice. Í lokin var ţađ svo Telma Marý Arinbjarnardóttir í flokknum Intermediet Novice og stóđ hún sig einnig vel. Ţar međ lauk keppni í Interclub hluta RIG-mótsins og óskum viđ ţessum flottu stelpum innilega til hamingju međ glćsilegan árangur.
ISU hluti mótsins hófst svo strax á eftir Interclub keppninni međ smá opnunarhátíđ. Keppnin byrjađi á Advanced Novice hópnum í stuttu prógrami ţar sem viđ eigum tvo keppendur ţćr Júlíu Rós Viđarsdóttur og Freydísi Jónu Jing Bergsveinsdóttur. Júlía setti persónulegt stigamet, 28,51 og er í 3. sćti eftir gćrdaginn, jafn framt er hún fyrst af Íslensku skauturunum. Freydís stóđ sig einnig vel og er ţetta hennar fyrsta keppni á Íslandi í nýjum keppnisflokki, Freydís fékk 22,44 stig sem jafnframt er persónulegt stigamet og er ţví í 10. sćti. Í ţessum flokki er mjög hörđ og spennandi barátta um sćtin og verđur laugardagurinn ćsispennandi ţar sem ţessar stúlkur keppa í langa prógraminu.
Í lokin látum viđ fylgja myndir af verđlaunaafhendingu í Chicks og Cubs frá ţví í gćr.