Haustmót Skautasambands Íslands fór fram um liđna helgi á Akureyri

Haustmót Skautasambands Íslands fór fram um liđna helgi á Akureyri Haustmót Skautasambands Íslands fór fram um liđna helgi á Akureyri. Skautafélag

Haustmót Skautasambands Íslands fór fram um liđna helgi á Akureyri

Ylfa Rún
Ylfa Rún

Um helgina fór fram hér hjá okkur Haustmót Skautasambands Íslands sem er fyrsta mót tímabilsins í listhlaupi og fyrsta mótiđ sem telst til Bikarmótarađarinnar.

SA átti 7 keppendur á mótinu ađ ţessu sinni. Mörg persónuleg met voru sett og glćsileg tilţrif sáust á ísnum.

Fyrri keppnisdagur

Basic Novice

Stelpurnar í Basic Novice  hófu keppni á laugardaginn. Ţar átti Skautafélag Akureyrar 2 keppendur ţćr Berglindi Ingu Benediktsdóttur og Sćdísi Hebu Guđmundsdóttur. Berglind fór fyrst inn á svelliđ og skautađi alveg gull fallegt prógramm sem skilađi henni 28.40 stigum sem er persónulegt met. Síđust inn á ísinn í ţessum flokki var svo Sćdís Heba hún skautađi alveg stór glćsilegt prógramm sem skilađi henni 38.41 stigi sem er persónulegt met.

Ţví nćst var komiđ ađ keppni hjá stelpunum í Advanced Novice ţćr skautuđu stutta prógrammiđ á laugardaginn. Ţar átti SA einn keppanda hana Freydísi Jónu Jing Bergsveinsdóttur. Freydís Jóna skautađi gríđar vel stutta prógrammiđ sitt hún var í fyrsta skipti međ 2A í prógrammi og fékk hann fullsnúinn, ţrátt fyrir fall. Prógrammiđ skilađi ţađ henni 18,67 stigum í tćknieinkunn og 32,09 stigum í heildareinkunn fyrir stutta prógrammiđ sem er persónulegt met.

Síđastar á ísinn í dag voru stelpurnar í Junior flokknum međ stutta prógrammiđ. Ţar átti SA tvo keppendur ţćr Aldísi Köru Bergsdóttur og Júlíu Rós Viđarsdóttur. Aldís Kara hóf keppni og skautađi hún kraftmikiđ og fallegt prógramm. Aldís Kara fékk í tćknieinkunn 22,90 stig og 44,18 stig samanlagt fyrir stutta prógrammiđ. Síđust inn á ísinn var Júlía Rós, en hún var á sínu fyrsta móti í ţessum keppnisflokki og međ bćđi 2A og 3S í prógramminu sem hún náđ fullsnúnum. Júlía skautađi mjög fallegt prógramm. Hún fékk 23,02 stig í tćknieinkunn og 43,50 stig samanlagt fyrir stutta prógrammiđ. Ţađ var ţví ljóst ađ ţađ yrđi heilmikil spenna fyrir seinni daginn.

Seinni dagur

Chicks

Dagurinn hófst međ keppni í flokknum Chicks. Ţar átti SA 1 keppanda hana Ylfu Rún Guđmundsdóttur. Ylva Rún var ađ taka ţátt á sínu fyrsta sambandsmóti og stóđ hún sig gríđarlega vel.

Cups

Ţví nćst var komiđ ađ keppni í flokknum Cups. Ţar átti SA 1 keppanda hana Athenu Lindeberg Maríudóttur. Athena stóđ sig glimrandi vel. Í yngstu flokkunum tveim er ekki rađađ í sćti, en allir fá ţátttökuviđurkenningu.

Advanced Novice

Keppni í Advanced Novice međ frjálst prógram var nćsti flokkur sem SA átti keppenda í, en ţar var komiđ aftur ađ Freydísi Jónu Jing. Hún skilađi gullfallegu prógrammi aftur í dag, ţó ţađ vćru nokkrir hnökrar. Hún var aftur međ 2A í prógramminu og náđi ađ full snúa hann ţó hún nćđi ekki ađ lenda hann. Hún fékk 23,03 í tćknieinkunn fyrir prógrammiđ, samanlagt 49,60 stig fyrir frjálsa prógrammiđ sem er persónulegt met og samanlagt fyrir stutta og frjálsa fékk hún 81,69 stig sem er líka persónulegt met.

Junior

Ţá var komiđ ađ stelpunum í Junior ađ skauta frjálsa prógrammiđ. Júlía Rós var á undan ađ skauta í dag. Hún skilađi stórglćsilegu prógrammi sem innihélt međal annars 2 x 2A á plúsum og 3S  auk annarra elementa. Júlía fékk fyrir ţetta 39,41 stig í tćknieinkunn, samanlagt 78,95 stig  fyrir frjálsa og samanlagt fyrir stutta og frjálsa fékk hún 122,45 stig sem er glćsilegur árangur hjá Júlíu á sínu fyrsta móti í Junior. Ţá var komiđ ađ Aldísi Köru ađ skauta sitt prógramm.  Hún skautađi af miklum krafti í dag, skilađi 2A í ţrefaldri samsetningu á plúsum og 3S jafnframt á plúsum,  ţrátt fyrir nokkra hnökra á prógramminu hjá henni í ţetta sinniđ fékk hún 36,40 stig í tćknieinkunn og 73,67 stig samanlagt fyrir frjálsa og samanlagt fyrir stutta og frjálsa fékk hún 117,85 stig. Ţessi frábćra frammistađa stúlknanna ţýddi ađ ţćr röđuđu sér í tvo efstu sćtin. Júlía Rós í 1 Sćti og Aldís Kara í 2 sćti.

Til hamingju međ frábćran árangur kćru keppendur.


Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List2