Bikarmót ÍSS fór fram um nýliđna helgi

Bikarmót ÍSS fór fram um nýliđna helgi Bikarmót ÍSS fór fram í laugardalnum um nýliđna helgi ţar sem LSA eignađist 3 bikarmeistara, auk ţess ađ koma heim

Bikarmót ÍSS fór fram um nýliđna helgi

Junior
Junior

LSA átti 9 keppendur á Bikarmótinu sem fram fór í Laugardalnum helgina 13. og 14. október.

Mótiđ hófst á laugardagsmorgun međ keppni í Intermediate Novice ţar sem viđ áttum einn keppanda hana Telmu Marý. Hún hafnađi í 4 sćti á sínu fyrsta móti í vetur međ 18,94 stig.

Intermediate Novice

Ţví nćst tók viđ keppni í Intermediate Ladies. Ţar áttum viđ tvo keppendur ţćr Evu Björgu og Hugrúnu Önnu. Eva Björg sigrađi hópinn međ 37, 89 stig sem er gríđarleg bćting frá síđasta móti, Hugrún Anna hafnađi í 5. sćti međ 24.03 stig sem einnig er bćting frá síđasta móti.

Intermediate Ladies

Eftir heflun og verđlaunaafhendingu í Intermediate flokkunum hófst keppni međ stutta prógrammiđ hjá Advanced Novice. Ţar áttum viđ einn keppanda hana Júlíu Rós. Júlía stóđ 4 eftir stutta prógrammiđ međ 24.21 stig. 

Ţví nćst hófst keppni í Junior. Ţar áttum viđ ađ ţessu sinni tvo keppendur ţćr Aldísi Köru og Ásdísi Örnu Fen. Aldís Kara stóđ efst ađ loknu stutta prógramminu međ 34.04 stig.  Ásdís Arna Fen stóđ fjórđa ađ loknu stutta prógramminu međ 30.57 stig, en litlu munađi á milli keppanda í 2.-5. sćti eđa rétt rúmu stigi.

Keppni á sunnudagsmorgunin hófst međ keppni í keppnisflokkunum Chicks og Cups. Ekki er rađađ í sćti í ţeim flokkum, en allir ţátttakendur fá viđurkenningarskjal og verđlaunapening ađ lokinni keppni. Viđ áttum tvo keppendur í Cups ađ ţessu sinni ţćr Magdalena Sulova og Sćdísi Hebu. Ţćr stóđu sig báđar mjög vel á mótinu.

cups

Ţví nćst hófst keppni í Basic Novice. Ţar áttum viđ einn keppanda hana Freydísi Jónu Jing. Freydís Jóna sigrađi flokkinn međ 29.18 stig sem var nokkur hćkkun frá síđasta móti. 

Basic Novice

Ađ lokinni verđlaunaafhendingu í barnaflokkunum og heflun var komiđ ađ keppni međ frjálsa prógrammiđ hjá Advanced Novice. Ţar urđu nokkrar breytingar á milli daga. Júlía Rós skautađi frjálsa prógrammiđ sitt nánast hnökralaust og skilađi ţađ henni upp í annađ sćti fyrir frjálsa prógrammiđ međ 44.16 stig og dugđi ţađ henni í silfursćtiđ međ 68.37 stig.

Advanced Novice

Ţá var komiđ ađ keppni í Junior. Ásdís Arna skautađi 3 í röđinni og skautađi hún frjálsa prógrammiđ sitt međ talsverđu öryggi og skilađi ţađ henni 3. sćti fyrir frjálsa prógrammiđ međ 54.33 stig og dugđi ţađ henni í bronssćtiđ međ 84.90 stig.

Aldís Kara skautađi síđust af 6 keppendum. Henni tókst nokkuđ vel uppi í frjálsa prógramminu og ţrátt fyrir ađ annar tvöfaldi axelinn hefđi ekki gengiđ snuđrulaust var hún samt hćst ađ loknu frjálsa prógramminu međ 62.14 stig sem skilađi henni samanlagt 96.18 stigum, sem er persónulegt met hjá Aldísi fyrir stutta, frjálsa og samanlagt. Hún er ţví bikarmeistari ÍSS í Junior áriđ 2018.

 

Junior

Eins er gaman ađ nefna ađ Júlía Rós og Aldís Kara skiluđu báđar viđmiđum fyrir afreksefni ÍSS fyrir tímabiliđ 2018-2019.

Viđ óskum skauturunum okkar innilega til hamingju međ frábćran árangur.


Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List