Aldís Kara Skautakona ársins hjá ÍSS

Aldís Kara Skautakona ársins hjá ÍSS Skautasamband Íslands hefur valiđ Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2021. Aldís Kara ćfir međ

Aldís Kara Skautakona ársins hjá ÍSS

Aldís Kara á Íslandsmeistaramóti ÍSS (iceskate.is)
Aldís Kara á Íslandsmeistaramóti ÍSS (iceskate.is)

Skautasamband Íslands hefur valiđ Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2021. Aldís Kara ćfir međ Skautafélagi Akureyrar undir leiđsögn Darja Zajcenko. Er ţetta í ţriđja sinn í röđ sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins.

Aldís Kara er verđugur fulltrúi skautaíţrótta ţar sem hún sýnir ávallt mikinn dugnađ og metnađ viđ iđkun íţróttarinnar. Hún hefur ekki látiđ heimsfaraldur stöđva sig og er jafnvel enn stađfastari í sínum markmiđum en áđur, en ţau voru ađ ná lágmörkum inn á Evrópumeistaramót og Heimsmeistaramót.

Samhliđa ćfingum og keppni er Aldís Kara einnig ađ ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri í vor. Ţađ er greinilegt ađ mikill metnađur liggur ađ baki öllu ţví sem hún leggur fyrir sig.

Í stuttu máli sagt vann Aldís Kara sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti í listskautum, fyrst íslenskra skautara. Ţetta er sögulegur árangur fyrir íslenska íţróttahreyfingu og ţá ađ sjálfsögđu sérstaklega fyrir skautaíţróttir.

Mikil og ţrotlaus vinna er á bak viđ ţennan glćsilega árangur Aldísar Köru og hefur hún sett markiđ enn hćrra og stefnir ađ ţví ađ ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramót einnig.

Í janúar 2021 keppti Aldís á RIG21 ţar sem hún fékk 123.44 stig og lauk tímabilinu á Vormóti 2021 međ 104.35 stig.

Á nýju keppnistímabili keppti hún á tveimur ISU Challenger Series mótum, í september og október, međ ţađ ađ markmiđi ađ ná lágmarksstigum á EM og HM sem og ađ reyna viđ lágmörk á Ólympíuleikana 2022.

Fyrra mótiđ var Nebelhorn Trophy í Oberstdorf, Ţýskalandi. Mótiđ á sér langa sögu og dregur árlega ađ sér marga ţá fremstu í íţróttinni ásamt ţví ađ dómarar og tćknisérfrćđingar/-stjórnendur mćta ţangađ til ţess ađ endurnýja réttindi sín hjá Alţjóđa skautasambandinu (ISU). Ađ ţessu sinni voru margir keppendur skráđir til leiks í öllum greinum ţar sem ađ um var ađ rćđa síđasta mótiđ ţar sem hćgt var ađ vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2022. Á mótinu fékk Aldís Kara 39.92 stig fyrir stutta prógrammiđ og 78.17 stig, ţar af 41.50 tćknistig (e.Techincal Element Score-TES), fyrir frjálsa prógrammiđ. Samtals 118.09 í heildarstig. Međ 41.50 tćknistig náđi Aldís Kara lágmörkum í frjálsu prógrammi fyrir Evrópumeistaramót. En til ţess ađ öđlast keppnisrétt ţarf ađ ná lágmarksstigum í bćđi stuttu og frjálsu prógrammi.

Seinna mótiđ var Finlandia Trophy í Espoo, Finnlandi. Ţar fékk Aldís Kara fyrir stutta prógrammiđ 45.45 stig, ţar af 25.15 tćknistig. Fyrir frjálsa prógrammiđ fékk hún 76.66 stig sem skilar sér í 122.11 heildarstigum.

Međ 25.15 tćknistig í stutta prógramminu á Finlandia Trophy og 41.50 tćknistig í frjálsu prógrammi á Nebelhorn Trophy vann Aldís Kara sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti í listskautum.

Til ţess ađ öđlast keppnisrétt ţarf ađ ná lágmarksstigum í bćđi stuttu og frjálsu prógrammi á alţjóđlegu móti á lista ISU. Ekki ţarf ađ ná lágmörkum fyrir bćđi prógröm á sama móti

Lágmarks tćknistigin í stuttu prógrammi eru 23.00 stig og í frjálsu prógrammi 40.00 stig.

Aldís Kara lauk svo árinu međ ţví ađ ađ slá eigiđ Íslandsmet enn og aftur á Íslandsmeistaramótinu sem haldiđ var 19. -21. nóvember sl.. Ţar hlaut hún 136.14 stig og sýndi ţar međ ađ hún er hvergi hćtt sínum áformum um ađ fara enn lengra. Jafnframt eru ţetta hćstu stig sem gefin hafa veriđ í Senior flokki á Íslandi.

Nýtt ár mun hefjast međ ţátttöku Aldísar á Evrópumeistaramótinu sem mun verđa haldiđ í Tallin, Eistlandi, dagana 6. – 10. janúar. Ţátttaka hennar er ekki síđur mikilvćg fyrir alla íţróttina en ţađ er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari vinnur sér ţátttökurétt á ţví móti.

Aldís Kara er kappsfull íţróttakona og er yngri iđkenndum góđ fyrirmynd bćđi í framkomu og viđhorfi til íţróttarinnar.

Hún er vel ađ ţessum titli komin og frábćr fulltrúi fyrir íţróttina." (tekiđ af iceskate.is) 

Skautafélag Akureyrar óskar Aldísi Köru innilega til hamingju međ titilinn.


Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List_aug