Skautafélag Akureyrar

Skautafélag Akureyrar

Velkomin á vef Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar (LSA)

Fréttir

ÍSLANDSMÓT BARNA OG UNGLINGA 2021

Chicks og Cubs keppendur
Helgina 19.-21. nóvember var Íslandsmót barna og unglinga 2021 haldið í skautahöllinni í Laugardal. Á þessu móti keppa iðkendur í eftirfarandi aldursflokkum: Chicks, Cubs, Basic novice girls, Intermediate novice girls og Intermediate women. LSA átti iðkendur í öllum keppnisflokkum mótsins. Allir LSA keppendur enduðu á verðlaunapalli í þeim keppnisflokkum þar sem veitt voru verðlaun. Vegna hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 þurftu allir keppendur, þjálfarar, áhorfendur, sjálfboðaliðar og allir þeir sem komu að mótinu að sýna neikvætt hraðpróf við komu í skautahöllina, sem var í fyrsta sinn sem þess hefur þurft, en með þessum ráðstöfunum var hægt að halda mótið. Lukkulega gátu allir 9 iðkendur LSA sýnt fram á neikvætt hraðpróf og sýnt áhorfendum hæfni sína á ísnum. Lesa meira

Skautafélag Akureyrar með alla Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramóti ÍSS

Íslandsmeistarar í listhlaupi 2021 (iceskate.is)
Skautarar frá Skautafélagi Akureyrar unnu alla þrjá Íslandsmeistaratitlana á Íslandsmeistaramóti ÍSS sem fram fór í Laugardal um helgina. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sigraði í Advanced Novice, Júlía Rós Viðarsdóttir í Junior og Aldís Kara Bergsdóttir í Senior. Allar þrjár voru að verja titlana sína frá því í fyrra en Aldís Kara Bergsdóttir setti einnig stigamet á Íslandi á mótinu bæði í stutta og frjálsa sem og heildarstig. Lesa meira

Aldís Kara með nýtt Íslandsmet

Aldís Kara á Íslandsmeistaramóti ÍSS (iceskate.is)
Aldís Kara Bergsdóttir setti nýtt stigamet á Íslandsmeistaramóti ÍSS um helgina. Aldís Kara bætti Íslandsmetið í stutta prógramminu sem hún setti sjálf Finlandia Trophy í október en nú á laugardag fékk hún 47.31 stig. Hún stoppaði ekki þar því í gær bætti hún svo metið í frjálsa líka þegar hún fékk 88,83 stig og 136.40 stig í heildarskor sem er hæsta skor sem skautari hefur fengið á Íslandi. Lesa meira

HAUSTMÓT ÍSS 2021

Haustmót ÍSS
Dagana 1.-3. október fór fram Haustmót ÍSS 2021 sem er jafnframt fyrsta mót vetrarins, mótið var haldið í Egillshöllinni í Reykjavík. Átti LSA 11 keppendur að þessu sinni, Stúlkurnar röðuðu sér í toppsætin í flestum keppnisflokkum og komu með silfurverðlaun í Basic Novice, gull og silfurverðlaun í Intermediate Novice og Advanced Novice og gullverðlaun í Intermediate Women og Junior Women. Lesa meira

Aldís Kara kominn inná Evrópumót fullorðna


Um síðustu helgi fór fram Finlandia Trophy í Espoo í Finnlandi. Aldís Kara Bergsdóttir var mætt til keppni, en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur skautari keppir í Senior Women á mótinu. Lesa meira

ALDÍS KARA BERGSDÓTTIR FYRST ÍSLENSKRA SKAUTARA AÐ NÁ LÁGMÖRKUM INNÁ EVRÓPUMEISTARAMÓT


Aldís Kara Bergsdóttir lauk keppni í dag á Nebelhorn Trophy sem fram fer í Oberstdorf í Þýskalandi. Mótið á sér langa sögu og dregur árlega að sér marga þá fremstu í íþróttinni ásamt því að dómarar og tæknisérfræðingar/-stjórnendur mæta þangað til þess að endurnýja réttindi sín hjá Alþjóða skautasambandinu (ISU). Þetta ár voru margir keppendur skráði til leiks í öllum greinum þar sem að um er að ræða síðasta mótið þar sem hægt er að vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2022. Lesa meira

Aldís gerði vel í stutta í undankeppni Ólympíuleikanna


Aldís Kara Bergsdóttir var mjög nálægt sínu besta í undankeppni Ólympíuleikanna í gær þegar hún fékk 39.92 stig fyrir stutta prógramið sitt og er í 31. sæti sem stendur. Aldís er fyrsti íslenski skautarinn til þess að taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna an margir af bestu skauturum heims eru á mótinu eins og t.d Alysa Liu frá Bandaríkjunum sem nú situr í efsta sæti en hún varð Bandarískur meistari bæði 2019 og 2020. Lesa meira

Júlía stígur á sviðið kl. 15 í dag á Grand Prix (linkur á streymi)


Takið 10 mínútur frá kl. 15 í dag því þá skautar Júlía Rós stutta prógrammið sitt á Junior Grand Prix í Courchevel í Frakklandi. Útsendingin er í beinni hér. Sendum hlýja strauma til Frakklands 👏 Lesa meira

Júlía Rós setti met á Grand Prix


Júlía Rós Viðarsdóttir bætti besta árangur Íslendinga á Junior Grand Prix í Courchevel í Frakklandi nú á föstudag þegar hún náði 111,54 stig og náði 16. sæti. Hún átti góðan dag og skautaði fallegt prógramm, endaði með 72,19 stig fyrir free prógrammið og lenti þar í 13. sæti og samtals eftir bæði prógrömm fékk hún 111,54 stig. Lesa meira

Vorsýning listhlaupadeildar á sunnudag


Vorsýning listhlaupadeildar verður haldin á sunnudag kl. 13:00. Þema sýningarinnar í ár er Gullmolar úr Fortíðinni. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Lesa meira

Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List2