Skautafélag Akureyrar

Skautafélag Akureyrar

Velkomin á vef Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar (LSA)

Fréttir

FROSTMÓT 2020

26. september 2020 heldur Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar FROSTMÓT 2020. Dagskrá og sóttvarnarreglur fyrir mótið eru komnar út. Lesa meira

HAUSTMÓT ÍSS 2020, 25.-27.9.


Keppendalistar og dagskrá fyrir Haustmót ÍSS 2020 er nú hægt að finna á vefsíðu ÍSS. Sóttvarnarreglur fyrir mótið eru komnar út. Lesa meira

Skráning í listhlaup

Það er búið að opna fyrir skráningar í alla hópa. Skráningar eru opnar til 15. sept. Lesa meira

Aldís Kara Bergsdóttir Skautakona LSA 2019


Á jólasýningunni í gær var Aldís Kara Bergsdóttir valin skautakona Listhlaupadeildar 2019 auk þess sem hún fékk afhenta viðurkenningu frá Skautasambandi Íslands sem Skautakona Íslands 2019 Lesa meira

Jólasýning Listhlaupadeildar 2019


Jólasýning Listhlaupadeildar 2019 var haldin í gær. Iðkendur deildarinnar göldruðu framúr ermunum hugljúfa sýningu sem kveikti jólaandann í brjósti gesta, sem að þessu sinni voru fjölmargir. Stelpurnar í 1.hópi fengu svo liðsinni frá nokkrum hokkýdrengjum sem lífguðu sannarlega upp á sýninguna. Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna. Lesa meira

Jólasýning listhlaupadeildar sunnudaginn 22. desember kl. 17.00


Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 22. des nk. kl: 17, þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar sem þema sýningarinnar í ár er The night before christmas. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari. Í lok sýningarinnar munum við veita viðurkenningu til Skautakonu ársins. Lesa meira

Meira af Íslandsmóti barna og unglinga/Íslandsmeistarmóti ÍSS 2019


SA átti 3 keppendur á Íslandsmóti barna og unglinga og 3 keppendur á Íslandsmeistaramóti ÍSS í listhlaupi sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Þær skiluðu sér allar í verðlaunasæti. Lesa meira

Aldís Kara og Júlía Rós Íslandsmeistarar í Listhlaupi 2019

Júlía Rós (mynd fengin af iceskate.is)
Aldís Kara Bergsdóttir og Júlía Rós Viðarsdóttir báðar úr listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu Íslandsmeistarar í listlaupi nú um helgina. Júlía Rós sigraði í Advanced Novice með samanlögð stig uppá 80.83 stig. Í öðru sæti í Advanced Novice var Freydís jóna Jing Bergsveinsdóttir með 70.87 stig. Í junior flokk var það Aldís Kara Bergsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari með 118.22 stig. Á heimsíðu ÍSS má finna frekari upplýsingar um keppnina. Við óskum stúlkunum öllum til hjartanlega hamingju með glæsilegan árangur! Lesa meira

Viðtal við Mörtu Maríu og Aldísi Köru í Taktíkinni á N4


Íþróttaþátturinn Taktíkin á sjónvarpsstöðinni N4 tók listhlaupadrottningarnar okkar þær Mörtu Maríu Jóhannesdóttur og Aldísi Köru Bergsdóttur í viðtal í vikunni. Sjón er sögu ríkari en viðtalið má sjá hér. Lesa meira

Aldís Kara með nýtt Íslandsmet og hæstu stig sögunnar

Aldís Kara (mynd: iceskate.is)
Aldís Kara hefur verið á gífurlegri siglingu undanfarið og náði nýverið stigaviðmiðum í stuttu prógrami inn á Heimsmeistaramót unglinga. Hún hefur sett hvert metið í Junior á fætur öðru síðan í janúar og var þetta Vetrarmótið þar engin undantekning. Hún bætti metið í stutta prógraminu um þrjú stig. Fyrra metið átti hún sjálf frá Vormóti ÍSS í apríl s.l. Hún bætti einnig stigametið í frjálsa prógraminu um 0.74 stig frá því að hún setti það sjálf á Haustmóti ÍSS í september s.l. Það þarf því ekki að tíunda að heildarstigametið bætti hún einnig og hvorki meira né minna en um heil 127.69 stig. Fyrra metið átti hún einnig sjálf frá Haustmótinu. Metin eru öll stigamet í Junior sem og hæstu stig sem skautari hefur fengið á landsvísu. Lesa meira

Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List2