Skautafélag Akureyrar

Skautafélag Akureyrar

Velkomin á vef Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar (LSA)

Fréttir

6 stúlkur frá LSA tóku þátt í C móti hjá SR um helgina


Stelpurnar okkar sex stóðu sig glimrandi vel og komu heim með 3 gull verðlaun, ein silfur verðlaun og 2 viðurkenningar. Lesa meira

Akureyrarmót 2016


Sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn fór fram Akureyrarmótið í Listhlaupi. Lesa meira

Æfingar hjá byrjendahópum í listhlaupinu


Þá eru æfingarnar komnar í gang á nýju ári hjá listhlaupinu. Æfingar hjá byrjendahópnum (4.hóp) eru á mánudögum frá 16:30-17:10 með afís frá 17:15 - 18:00 og á miðvikudögum frá 17:25-18:05. Lesa meira

Æfingar hefjast í dag hjá listhlaupadeildinni

Í dag hefjast æfingar hjá listhlaupadeildinni samkvæmt tímatöflu. Byrjendur eru boðnir velkomnir á æfingu 4. hóps sem er frá klukkan 17:25 - 18:05 í dag. Lesa meira

Emilía Rós Ómarsdóttir Skautakona LSA ársins 2016

Myndasmiður Helga Hjaltadóttir, haustmót ÍSS 2016
Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin skautakona LSA 2016 og var hún heiðruð á jólasýningu listhlaupadeildarinnar á sunnudaginn. Lesa meira

Jólasýning LSA verður, í dag sunnudag kl.17:00


Jólasýning LSA verður, í dag sunnudag kl. 17:00. Hér munu allir iðkendur deildarinnar sýna listir sínar undir fögrum jólatónum. Lesa meira

Emilía Rós Ómarsdóttir Skautakona ársins 2016


Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2016 af stjórn Skautasambands Íslands. Emilía Rós keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Akureyrar og er á sínu öðru ári í Unglingaflokki A (Junior). Er þetta í annað sinn sem hún hefur hlotið nafnbótina Skautakona ársins en hún hlaut verðlaunin einnig árið 2015. Lesa meira

Ísold sigraði á Santa Claus Cup 2016 í Budapest

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir á palli.
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði í gær á Santa Claus Cup 2016 sem er alþjóðlegt mót sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Ísold keppti þar á móti 27 öðrum 10 ára stúlkum og átti góða keppni en mestu samkeppnina fékk hún frá stelpum frá Ítalíu og Georgíu. Ísold hefur þar með unnið allar þrjár keppnirnar sem hún hefur tekið þátt í erlendis á þessu tímabili. Lesa meira

LSA eignaðist 5 Íslandsmótsmeistara og einn Íslandsmeistara um helgina á Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti ÍSS

Keppendur LSA á seinni keppnisdegi Íslandsmóts ÍSS
Þá er seinni degi Íslandsmóts/Íslandsmeistaramóts ÍSS lokið. Stúlkurnar okkar stóðu sig allar gríðarlega vel og eignuðumst við 2 Íslandsmótsmeistara til viðbótar í dag, Þær Freydísi Jónu Jing og Evu Björgu og einn Íslandsmeistara, hana Mörtu Maríu. En ekki er talað um Íslandsmeistaramót hjá barnaflokkum hjá Skautasambandinu. Lesa meira

Fyrri keppnisdegi á Íslandsmóti ÍSS lokið

12 ára og yngri B
Þá er fyrri keppnisdegi á Íslandsmóti ÍSS lokið. Stelpurnar okkar stóðu sig með miklum sóma í dag. LSA eignaðist 2 Íslandsmótsmeistara í dag þær Katrínu Sól í 10 ára og yngri B og Júliu Rós í 12 ára og yngri B. Lesa meira

Póstlisti listhlaupsfrétta

Fyrirspurn til Listhlaupadeildar

captcha

  • List2