Íslenskt-svissneskt lið sigraði á Ice Cup krullumótinu

The Others, skipað einum Svisslendingi og Íslendingum, vann lið frá Bandaríkjunum í úrslitaleik Ice Cup í dag. 

Allir verðlaunaleikirnir urðu spennandi og réðust á lokasteini í 8. umferð. Í leiknum um gullið tókst The Others að stela einu stigi í lokaumferðinni, þrátt fyrir að keppinautarnir, The OC from DC, ætti síðasta steininn. Niðurstaðan varð 5-4 sigur hjá The Others. Liðið er skipað þeim Martin Gossweiler, en hann er Svisslendingur sem starfar við gerð Vaðlaheiðarganga, Ólafur Freyr Númason, Viðar Jónsson, Jóhann Björgvinsson, Eiríkur Bóasson og Inga Kristín Sigurgeirsdóttir. 

Í leiknum um bronsið mættust íslenska liðið Víkingar og bandarisk/breska liðið Hack to the Future. Í þeim leik komust gestir í 9-0 eftir þrjár umferðir, en Víkingar gáfust ekki upp og söxuðu smátt og smátt á forskotið, en náðu þó ekki að jafna, úrstlitin urðu 9-8.

Í úrslitaleik B-deildar mættust íslenska liðið Ice Hunt og bandaríska liðið Plainfield og þar höfðu heimamenn betur, 8-7.

Öll úrslit (excel-skjal)