Íslandsmótiđ 2018

Íslandsmótið í krullu 2018
1. Reglur WCF
a) Í keppninni gilda reglur Alþjóða krullusambandsins, WCF, eftir því sem við á.
2. Keppnisfyrirkomulag
a) Leikin er einföld umferð allra liða.
b) Leikjum er raðað fyrirfram á brautir. Braut 1 er vestast í húsinu 5 austast. Ákveðið er eftir heflun hvaða brautir verða notaðar hverju sinni.
3. Leikir og stig:
a) Leikir eru átta umferðir og fæst einn vinningur fyrir hvern unninn leik.
b) Ef lið eru jöfn að stigum eftir átta umferðir skal leika aukaumferð(ir) þar til úrslit fást.
c) Fyrir hvern leik skulu lið kasta upp á eða snúa steini til að ákveða um val á Hamrinum eða lit.
4. Upphitun:
a) Það lið sem á Hamarinn hefur upphitun á undan, hver liðsmaður kastar einum steini fram og aftur
5. Röðun liða:
a) Um endanlega röð liða í forkeppninni ræður fjöldi vinninga úr leikjum.
b) Þegar tvö lið eru jöfn að vinningum skulu innbyrðis viðureignir ráða röð liðanna.
c) Þegar þrjú eða fleiri lið eru jöfn að vinningum skal þeim raðað niður sem unnt er á grundvelli vinninga í innbyrðis viðureignum.
d) Ef enn er ekki hægt að raða liðum eftir ofangreindri reglu gildir fjöldi unninna umferða, og þá skoraðra steina ef umferðir eru jafnar.
f) Tvö efstu liðin vinna sér rétt til að leika úrslitaleik Íslandsmótsins 2018 en lið í þriðja og fjórða sæti leika um þriðja sætið.
6. Mæting í leiki og frestun leikja:
a) Að jafnaði skulu vera fjórir leikmenn í hvoru liði þegar leikur hefst. Hefja má þó leik með þremur leikmönnum ef gildar ástæður liggja fyrir forföllum. Komi fjórði maður til leiks eftir að leikur er hafinn má hann hefja leik í sinni stöðu þegar næsta umferð eftir að hann mætir til leiks hefst.
b) Sjái liðsstjóri fram á að geta ekki mætt til leiks með að minnsta kosti þrjá leikmenn í tiltekinn leik skal hann hafa samband við liðsstjóra andstæðinganna eigi síðar en í hádeginu á keppnisdegi og biðja um frestun. Við veikindi eða í mjög óvæntum tilvikum er heimilt að hafa samband síðar. Ef óska þarf eftir frestun leiks skulu liðsstjórar hafa virðingu við andstæðinginn og íþróttina að leiðarljósi. Komi liðsstjórar sér saman um frestun skulu þeir gera mótsstjórn viðvart sem finnur nýjan leikdag.
Leikdagar forkeppnnnar eru 5,12,19 og úrslit 26 mars