Ice Cup: Úrslit föstudags, staða og leikir laugardags

Keppni er nú lokið í dag á Ice Cup alþjóðlega krullumótinu. Tvö lið hafa unnið alla sína leiki, bandaríska liðið The OC from DC og íslensk/svissneska liðið The Others. Þessi lið mætast í fyrramálið kl. 9. Allir leikir í A-deild hefjast kl. 9 á morgun, en leikir í B-deild hefjast kl. 11.30.

Eftir keppni föstudagsins hefur liðunum verið raðað upp og fara 8 efstu í A-deild á morgun, en 8 neðri liðin fara í B-deild. 

Í A-deild eru The OC from DC (USA), The Others (SVI/ÍSL), Garpar (ÍSL), Hack to the Future (USA/ENG), IceMagic (ÍSL/UNG), Víkingar (ÍSL), Duck Tacos (USA) og Team Stangeavisa (NOR).

Í B-deild eru Ice Hunt (ÍSL), Cape Codders (USA), National Treasures (ÍSL), Plainfield (USA), Linda and the 3 Sticks (KAN), Dukes of Ardsley (USA), New York Cosmo (USA), Freyjur (ÍSL).

Öll úrslit, stöðu og leiki laugardagsins má nálgast í excel-skjali hér.