Ice Cup - alþjóðlegt krullumót í 13. sinn

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (2013)


Dagana 1.-3 maí heldur Krulludeild SA sitt árlega og alþjóðlega Ice Cup krullumót. Þetta er í 13. sinn sem mótið er haldið og verður metfjöldi þátttakenda að þessu sinni, alls 20 lið, þar af 12 erlend. Skautahöllin verður frátekin fyrir Krulludeildina frá sunnudagskvöldi og þar til móti lýkur síðdegis laugardaginn 3. maí.

Vikuna fyrir mót verður Krulludeildin með svellið fyrir sig til undirbúnings fyrir mótið. Frá sunnudagskvöldi 27. apríl, að lokinni Old boys æfingu verða því engar æfingar í höllinni í heila viku, en Ice Cup krullumótið sjálft stendur yfir frá morgni fimmtudagsins 1. maí og fram á síðdegi laugardagsins 3. maí.