Gimli mótið 2015

Fimm lið eru skráð til leiks í Gimli-mótið 2015, Dollý, Freyjur, Garpar, Ice Hunt og Víkingar. Í fyrstu umferð sátu Ice Hunt hjá en Dollý mættu Görpum og Víkingar tóku á móti Freyjum.

Reglur mótsins eru í stuttu máli þær að spilaðir eru 6 endar, jafntefli eru leyfð en ekki má gefa enda. Verði einhver lið jöfn, í lok móts, gilda fyrst innbyrðis viðureignir, svo umferðir og loks skoraðir steinar.

Leikur Dollý og Garpa varð aldrei spennandi eftir að Garpar náðu 3 steinum strax í fyrstu umferð.  Leiknum lauk með sigri Garpa 8-3. Heldur meiri spenna var í leik Freyja og Víkinga en svo fór að Freyjur lönduðu sigri 4-2.

Í næstu umferð mætast annars vegar Garpar og Víkingar og hins vegar Ice Hunt og Dollý.  Freyjur sitja hjá.

Úrslit leikja og skor má sjá hér.