Bikarmót Magga Finns

Sæll öll og afsakið að hér hefur lítið verið skrifað að undanförnu.  Nú er í gangi Bikarmót Magga Finns og tveim umferðum er nú lokið. Fjögur lið eru skráð til keppni og leika allir við alla. Reglur eru þær sömu og í Akureyrarmótinu. Allir spila við alla, og verði lið jöfn að stigum í lok móts gildir fyrst innbyrðisviðureign en því næst umferðir og að lokum skor.

Í fyrstu umferð áttust annars vegar við Dollý og Ice Hunt, þar sem Dollý sigraði 6 – 1. Hins vegar sigruðu Garpar og Víkinga 5-3.

Í annari umferð sigruðu Víkingar, Dollý 6-5 og Garpar sigruðu Ice Hunt 6-3. 

Staðan er því þannig fyrir síðustu umferð að Garpar eru efstir með 2 sigra, 7 enda og 11 steina. Í öðru sæti eru Víkingar með einn sigur, 5 enda og 9 steina. Þriðja sætið skipar Dollý með einn sigur, 7 enda og 11 steina en Ice Hunt heldur hinum liðunum uppi án sigurs en með 4 enda og 4 steina.

 Fyrir síðustu umferð er ljós að öll lið nema Ice Hunt eiga möguleika á bikarmeistaratitilinum og þá skipta endar og steinar máli þar sem liðin þrjú í efstu sætunum hafa unnið hvort annað á víxl.  Garpar standa þó best að vígi þar sem þeir mega tapa sínum leik ef þeir vinna fleiri enda en Dollý.  Það má því reikna með nokkurri spennu í leikjum mánudagskvöldsins 15. desember.

Í kvöld leika Víkingar við Ice Hunt og Garpar leika gegn Dollý

Úrslit og staða eru hér

Verðlaunaafhending fyrir Akureyrar- og Bikarmót verður á Áramótamótinu 29. des.