Akureyrarmót í krullu 2015.

Nú fer að draga til tíðinda í Akureyrarmótinu 2015 í Krullu.  Í gær voru leiknir 2 leikir þar sem Víkingar og Rokk stóðu uppi sem sigurvegarar.  Garpar skelltu A, 11-3 og Víkingar lögðu Garpa 9-4.  Þegar öll lið eiga einn leik eftir eru Garpar, Rokk og Víkingar öll jöfn að stigum en A eiga ekki möguleika á titlinum.

Fyrir síðustu leiki standa Víkingar best að vígi en þeir geta með sigri á Rokk tryggt sér Akureyrarmeistaratitilinn, sama hvernig leikur A og Garpa fer.  Til að Garpar hreppi titilinn þurfa þeir að vinna A og treysta á að Rokk vinni Víkinga. Að sama skapi þarf Rokk þarf að sigra í sínum leik, og treysta á að A leggi Garpa, til að verða Akureyrarmeistarar. Sama hvernig fer koma vítaskot ekki til með að skipta máli. 

Síðustu leikir eru þá A og Garpar á 4. braut og Rokk og Víkingar á 5. braut. A og Rokk hefja upphitun og leika með dökka steina. Stöðu, úrslit og skor má nálgast hér.