Skautafélag Akureyrar Íshokkí

Skautafélag Akureyrar Íshokkídeild

Fréttir

SA Víkingar með tap gegn Fjölni í kvöld

Úr leikjum helgarinnar (mynd: Þórir Tryggva.)
SA Víkingar töpuðu fyrir Fjölni í seinni leik tvíhöfða-helgar í Hertz-deild karla í kvöld – lokatölur 2-4. Fyrsta tap SA Víkinga á tímabilinu staðreynd og liðin skilja því jöfn eftir helgina en SA Víkingar eru en á toppi deildarinnar með 18 stig og Fjölnir í öðru sæti með 9 stig og einn leik til góða á Víkinga. Lesa meira

SA Víkingar - Fjölnir föstudagskvöld kl. 19:30 - með áhorfendum!


SA Víkingar taka á móti Fjölni á föstudagskvöld kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar hafa spilar reglulega vel það sem af er tímabili og eru efstir í Hertz-deildinni með fimm sigra úr jafn mörgum leikjum. Búið að aflétta áhorfendabanni og getum við tekið við um 100 áhorfendum fæddum fyrir 2005 Lesa meira

Tvíhöfði hjá SA í Hertz-deild kvenna um helgina


Tveir leikir fara fram á Akureyri um helgina í Hertz-deild kvenna þegar Fjölnir sækir okkar stúlkur heim í tvíhöfða. Leikirnir eru á laugardag kl. 17.45 og sunnudag kl. 9.00. Liðin mætust síðast í Egilshöll í september en þá sigraði SA með 5 mörkum gegn 3. Það er áhorfendabann á leikina en þeim verður báðum streymt í beinni útseningu á ÍHÍ-TV. Lesa meira

Sigrar hjá öllum SA liðunum í leikjum helgarinnar

SA stúlkur fagna marki (mynd: Þórir Tryggva)
SA hokkí liðin unnu sigra í öllum leikjum helgarinnar en keppt var í Hertz-deildum kvenna og karla ásamt U-18. Kvennalið SA vann stórsigra á nýliðum SR í tvíhöfða á Akureyri 17-2 og 19-0. SA Víkingar unnu 5-1 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag og U18 lið SA vann 6-3 sigur á Fjölni á föstudagskvöld. Lesa meira

Tvíhöfði í Hertz-deild kvenna á Akureyri um helgina


SA hefur leik í Hertz-deild kvenna nú um helgina eftir Covid hlé með tveimur leikjum gegn SR. Sá fyrsti fer fram á laugardag kl. 17.45 og sá síðari á sunnudag kl. 9.00. Strangt áhorfendabann er á leikina en leikjunum verður streymt í beinni á SA TV sem má finna hér vinstra megin í valmyndinni. Lesa meira

Hvalreki fyrir Skautafélag Akureyrar


Búið er að ganga frá félagaskiptum fyrir fjóra unga leikmenn sem uppaldir eru í SA en snúa nú heim frá félagsliðum í Svþjóð og ætla að taka slaginn með Skautafélagi Akureyrar í vetur. Þetta eru Axel Orongan, Gunnar Aðalgeirsson, Unnar Hafberg Rúnarson og Berglind Leifsdóttir. Þetta er vissulega mikill hvalreki fyrir SA enda öll mjög efnilegir íshokkíleikmenn. Lesa meira

Sarah Smiley og Ingvar Þór Jónsson íshokkífólk SA árið 2020


Sarah Smiley og Ingvar Þór Jónsson hafa verið valin íshokkíkona og íshokkíkarl SA fyrir árið 2020. Lesa meira

Sunna og Jóhann íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi


Íshokkísamband Íslands hefur valið þau Sunnu Björgvinsdóttur og Jóhann Má Leifsson íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi. Lesa meira

Eltech og SA Íshokkídeild endurnýja styrktarsamning


Eltech og Íshokkídeildar SA hafa skrifað undir nýjan styrktarsamning. Eltech er því áfram einn af aðalbakhjörlum SA íshokkídeildar og mun styrkja deildina til áframhaldandi góðra verka. Lesa meira

Frábær byrjun SA Víkinga í Hertz-deildinni

Heiðar Örn var öflugur. /Mynd: Þórir Tryggvason
SA Víkingar hófu Hertz-deildina með látum á laugardag þegar þeir unnu 5-0 sigur á SR. Leikurinn var hraður og skemmtilegur þar sem fjölmörg tilþrif litu dagsins ljós. Heiðar Kristveigarson skoraði tvö marka SA, Jónhann Már Leifsson, Heiðar Jóhannsson og Hinrik Halldórsson skoruðu eitt mark hver. Lesa meira

Sigur í fyrsta leik


Fyrsti leikur meistaraflokks kvenna fór fram í Egilshöll í dag þar sem SA mætti nýju liði Fjölnis. Reykjavíkurliðin tvö leika nú ekki lengur saman heldur tefla fram tveimur liðum. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði SA þar sem nokkrir reynsluboltar leika nú ekki með (hvað sem síðar verður) en Saga Blöndal, Alda Ólína Arnarsdóttir, Diljá Sif Björgvinsdóttir og Védís Valdemarsdóttir spila nú aftur með liðinu eftir mislanga dvöl með öðrum liðum. Leiknum lauk með 5:3 sigri SA. Lesa meira

Leikjum dagsins frestað


Leikjum SA og SR í meistaraflokki kvenna og U18 sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Við vekjum einnig athygli á áhorfendabanni á leikjum ÍHÍ samkvæmt tilkynningu frá þeim fyrr í dag. Lesa meira

SA hefur leik í Hertz-deild kvenna á laugardag


Hertz-deild kvenna hefst nú um helgina þegar SA tekur á móti SR. Mikil spenna ríkir fyrir upphafi deildarinnar í vetur en bæði Fjölnir og SR hafa stofnað sín eigin kvennalið og verður því leikið í þriggja liða deild. Leikurinn á laugardag hefst kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri og það er frítt inn á leikinn. Lesa meira

Vetrarstarfið hefst hjá hokkídeild í dag


Æfingar samkvæmt tímatöflu vetrarins hefjast hjá hokkídeild í dag. Tímataflan hefur ekki tekið neinum breytingum frá síðasta vetri. Breytingar eru á þjálfaramálum deildarinnar en yfirþjálfarinn Mark LeRose sem ráðinn var á dögunum hefur hætt við stöðuna af persónulegum ástæðum en Íshokkídeildin leitar nú að nýjum yfirþjálfara. Búið er að semja við eftirfarandi þjálfara um að þjálfa í byrjun vetrar: Lesa meira

Sami Lehtinen hættir hjá SA


Sami Lehtinen yfirþjálfari og íshokkídeild SA hafa náð samkomulagi um starfslok Sami hjá félaginu. Sami er með tilboð frá félagi í finnsku úrvalsdeildinni en íshokkídeildin ákvað að standa ekki í vegi fyrir því að hann gæti tekið starfið að sér. Sami náði góðum árangri hjá félaginu á síðasta keppnistímabili þar sem hann skilaði Íslandsmeistaratitlum í U16, U18 og með kvennaliði SA ásamt því að verða deildarmeistari með karlalið félagsins en náði ekki að stýra liðinu í úrslitakeppni þar sem henni var aflýst vegna Covid-19. Skautafélag Akureyrar þakkar Sami fyrir ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Lesa meira

Aðalfundur hokkídeildar

Aðalfundur hokkídeildar verður haldinn í Skautahöllinni mánudaginn 25. maí kl. 20:00 Fundarefni; venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin. Lesa meira

SA Víkingar - Björninn/Fjölnir þriðjudag kl. 19.30


SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni og hafa Víkingar nú12 stiga forskot á Björninn. Ungt lið SA Víkinga hefur verið á miklu flugi undanfarið og þurfa allann þann stuðning sem stúkan getur veitt. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16. ára og yngri. Sjáumst í Skauthöllinni á þriðjudag! Lesa meira

SA-stúlkur Íslandsmeistarar

Mynd: Ari Gunnar Óskarsson
Kvennalið SA varð í kvöld Íslandsmeistarar eftir öruggan sigur í öðrum leik úrslitakeppninnar sem fram fór í Egilshöll. SA hafði yfirhöndina frá upphafi og vann öruggan 1:7 sigur. Sarah Smiley átti mjög góðan leik og skoraði þrjú marka SA en í heildina spilaði liðið vel, liðsheildin var góð og sigurinn var verðskuldaður. Lesa meira

Mikilvægur sigur í höfn

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Kvennalið SA vann mikilvægan 6:2 sigur á liði Reykjavíkur í fyrsta leik í úrslitarimmunni í kvöld. Þær voru þó langt frá því að spila sinn besta leik, en sigurinn engu að síður staðreynd og geta þær því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Egilshöll á fimmtudagskvöldið. Lesa meira

SA-stúlkur deildarmeistarar

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Hertz-deild kvenna lauk í kvöld, sunnudagskvöld, þegar SA stúlkur tóku á móti liði Reykjavíkur. Þær höfðu töglin og hagldirnar í leiknum sem endaði með öruggum 8:2 fyrir SA, og fengu þær deildarbikarinn afhentan í lok leiks. Lesa meira

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí2