Víkingar komnir á top Hertz-deildarinnar

Víkingar komnir á top Hertz-deildarinnar SA Víkingar báru sigurorđ af Birninum í Hertz-deild karla í gćr en úrslitin réđust í framlengingu ţar sem Thomas

Víkingar komnir á top Hertz-deildarinnar

mynd (Ásgrímur Ágústsson)
mynd (Ásgrímur Ágústsson)

SA Víkingar báru sigurorđ af Birninum í Hertz-deild karla í gćr en úrslitin réđust í framlengingu ţar sem Thomas Stuart-Dant skorađi sigurmarkiđ. SA Víkingar eru ţar međ búnir ađ vinna alla ţrjá leiki sína í deildinni og eru efstir međ 8 stig en SR er í öđru sćti deildarinnar međ 6 stig og fjóra leiki spilađa. 

Liđin mćtu einbeitt til leiks í gćr og mátti sjá frá fyrstu mínútu ađ Björninn kćmi ekki til međ ađ selja sig ódýrt. Mikill hrađi og nokkur harka einkenndi leikinn í gćr sem kom nokkuđ niđur á gćđunum í spili. SA Víkingar skoruđu fyrsta mark leiksins en ţar var ađ verki Thomas Stuart-Dant í yfirtölu. Í annarri lotu jók Jussi Sipponen muninn í tvö mörk međ glćsilegu einstaklings framtaki og SA Víkingar voru međ leikinn í sinni hendi. Rétt undir lok annarrar lotu skoruđu Björninn beint úr uppkasti en ţar var ađ verki Kristján Kristinsson. Mikil spenna var í leiknum í ţriđju lotu og ţegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum jókst pressan frá Bjarnarmönnum sem sóttu grimmt og ţađ skilađi marki ţegar rétt um mínuta lifđi leiks ţegar Andri Helgason skaut fallegu skoti af bláu línunni beint um í markvínkilinn. Leikurinn endađi 2-2 og fór í framlengingu en Thomas Stuart-Dant klárađi leikinn fyrir Víkinga eftir góđan undirbúnin Jussi Sipponen og Víkingar fór ţví međ sigur af hólmi.

SA Víkingar eru sem fyrr segir efstir í deildinni međ 8 stig eftir 3 leiki spilađa, SR međ 6 stig eftir 4 leiki spilađa og Björninn í neđsta sćti međ 1 stig eftir 3 leiki spilađa. Nćsti leikur Víkinga er 6. nóvember en ţá sćkir liđiđ heim Björninn í Egilshöll en nćsti heimaleikur liđsins er svo 20. nóvember ţegar SR kemur í Skautahöllina á Akureyri.


Athugasemdir

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí2