SA Víkingar mćttir til Riga og hefja leik í 3. umferđ Evrópukeppninnar á morgun

SA Víkingar mćttir til Riga og hefja leik í 3. umferđ Evrópukeppninnar á morgun SA Víkingar ferđuđust til Riga í Lettlandi í gćr og hefja leik í 3. umferđ

SA Víkingar mćttir til Riga og hefja leik í 3. umferđ Evrópukeppninnar á morgun

SA Víkingar á ćfingu í Riga
SA Víkingar á ćfingu í Riga

SA Víkingar ferđuđust til Riga í Lettlandi í gćr og hefja leik í 3. umferđ Evrópukeppninnar á morgun ţegar liđiđ mćtir heimaliđinu Kurbads Riga. Leikurinn hefst kl. 16.30 á íslenskum tíma og verđur eflaust sýndur á netmiđlum en slóđinn á leikinn kemur á heimasíđuna á morgun. Liđiđ mćtir svo HC Donbass frá Úkraníu á laugardag kl. 11.00 og Txuri-Urdin San Sebastian á sunnudag kl. 11.00.

Ferđalagiđ hjá liđinu til Lettlands í gćr gekk áfallalaust fyrir sig og móttökurnar í Lettlandi hafa veriđ afar góđar. Allur ađbúnađur er eins og hann gerist bestur enda er íshokkí ţjóđaríţrótt Letta og gestrisnin ţeim í blóđ borin. Liđiđ gistir á glćsilegu hóteli í miđbć Riga og spilar leikina í splunkunýrri höll í einkaeigu heimaliđsins Kurbads Riga. Mikill undirbúningur var í gangi í höllinni í dag áđur en Víkingar tóku ísćfingu en veriđ var ađ ćfa ljósasýninguna og koma upp sjónvarpsmyndavélum fyrir leikinn á morgun. Leikurinn er greinilega stórmál hér í hér í Lettlandi ţar sem auglýsingar hanga um alla borg og sjónvarpsmyndavélar á leikmönnum liđsins í dag svo sviđiđ er ađeins stćrra en Víkingar eiga ađ venjast. Hárfagri Bandaríkjadrengurinn hann Jordan Steger kom til móts viđ hópinn í gćr en hann ţarf ekki mikiđ ađ kynna en tilkoma hans eru góđar fréttir fyrir Víkinga. Jordan kemur einnig til međ ađ spila međ liđinu í vetur og ađstođa viđ ţjálfun yngri flokka líkt og áđur. Ţá mun finnskur leikmađur ađ nafni Marcus Laine koma til móts viđ liđiđ á morgun en honum er ćtlađ ađ auka breiddina í varnarlínunni en spilar einungis međ liđinu í Evrópukeppninni. Marcus er reyndur leikmađur sem á leiki í efstu deild Finnlands en hefur veriđ án félags í nokkur ár. Pétur Sigurđsson og Matthías Már Stefánsson hafa einnig bćst viđ hópinn frá ţví í Búlgaríu en liđiđ nýtur ekki liđsinnis Rúnars Freys og Einars Grants ađ ţessu sinni vegna meiđsla og anna.

Ţađ er mikil eftirvćnting í hópnum og spenna fyrir leiknum á morgun enda verđur hokkíiđ ekki mikiđ flottara fyrir leikmenn Víkinga og viđ hvetjum ţví fólk til ađ fylgjast međ leiknum á morgun og styđja liđiđ alla leiđ til Lettlands ţó heima sitji. Í upphitun mćlum viđ međ skoti úr nýja íţróttaţćttinum, Taktíkin á N4, ţar sem leikmenn Víkinga ţeir Björn Már og Jón Benedikt rćddu um Evrópukeppnina og mótherja liđsins í Lettlandi.


Athugasemdir

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí1