Hörkuleikur í borginni

Hörkuleikur í borginni SA-stúlkur lögđu land undir fót í dag og léku gegn Reykjavík í skautahöllinni í Laugardal. Einhver vandkvćđi voru á útsendingu á

Hörkuleikur í borginni

Mynd frá leik liđanna fyrr í vetur. Ljósm. Ási
Mynd frá leik liđanna fyrr í vetur. Ljósm. Ási

SA-stúlkur lögđu land undir fót í dag og léku gegn Reykjavík í skautahöllinni í Laugardal. Einhver vandkvćđi voru á útsendingu á leiknum og byrjađi útsending ekki fyrr en annar leikhluti var byrjađur ţannig ađ viđ sem heima sátum misstum af hluta leiksins. Ţetta hefđi átt ađ vera síđasti leikur deildarinnar en vegna veđurs var fyrri leiknum í tvíhöfđa sem átti ađ vera um síđustu helgi frestađ til nćstu helgar, og seinni leikinn gáfu Reykjavíkurstúlkur. SA var ţví međ 19 stig fyrir leikinn í kvöld en Reykjavík 5. 

Hilma opnađi markareikning SA rétt eftir miđja fyrstu lotu. Ţćr voru ţá ađ spila í yfirtölu eftir brot frá Reykjavík. Ragnhildur Kjartansdóttir, sem nú komin heim og spilar aftur međ SA-liđinu, átti stođsendinguna. Stuttu seinna skorađi Teresa annađ mark SA, stođsendingu áttu Anna Sonja og Sarah. Reykjavík náđi ađ minnka muninn stuttu síđar og stađan eftir fyrstu lotu var ţví 1:2. Leikurinn var í járnum meiri part annarrar lotu en ţegar lotan var rúmlega hálfnuđ skorađi Sarah glćsilegt mark međ stođsendingu frá Kolbrúnu og Teresu. Stađan 1:3 og ţannig var hún eftir fyrsta leikhluta.

Eftir nokkuđ ţóf í upphafi ţriđju lotu náđu Reykjavíkurstúlkur ađ minnka muninn í 2:3 eftir varnarmistök hjá SA. Um miđja lotuna nýttu SA stúlkur sér svo ađ vera tveimur fleiri og Berglind skorađi laglegt mark međ stođsendingu frá Jónínu. Fimmta markiđ skorađi svo Sarah, enn í yfirtölu. Stođsendingu átti Kolbrún. 

Sarah átti mjög góđan leik í kvöld og Birta varđi vel í markinu. Ţćr nýttu vel ađ spila einni eđa jafnvel tveimur fleiri og skoruđu ţrjú mörk í yfirtölu. Ţćr voru 6 mínútur í boxinu en Reykjavíkurliđiđ átti heldur grófari leik og eyddu 12 mínútum í skammarkróknum. Sami var ánćgđur međ ađ liđiđ skyldi loksins spila leik eftir langt hlé. Ţetta hefđi veriđ gott start eftir pásuna og nú vćri bara ađ halda áfram. Síđasti leikurinn í deildinni hefur veriđ settur á sunnudag eftir viku. 

Mörk (stođsendingar): Sarah 2 (1), Hilma 1, Teresa 1 (1), Berglind 1, Ragga (1), Anna Sonja (1), Jónína (1)

Birta stóđ í markinu og varđi 20 skot. 


Athugasemdir

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí3