Kolbrún međ ţrennu í góđum sigri SA

Kolbrún međ ţrennu í góđum sigri SA Í kvöld áttust viđ liđ SA og Reykjavíkur í meistaraflokki á heimavelli SA stúlkna í skautahöllinni á Akureyri. Leiknum

Kolbrún međ ţrennu í góđum sigri SA

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Í kvöld áttust viđ liđ SA og Reykjavíkur í meistaraflokki á heimavelli SA stúlkna í skautahöllinni á Akureyri. Leiknum lauk međ sigri SA, 9:4. Sigurinn var aldrei í hćttu og komst SA mest í 8:1. Sami Lehtinen spilađi fram 21 leikmanni međan Reykjavíkur-liđiđ var ađeins međ 13. Í liđi SA komu nú enn inn ungar stúlkur sem eru ađ stíga sín fyrstu skref međ meistaraflokki og stóđu ţćr sig vel ţó ţćr vćru greinilega svolítiđ taugaóstyrkar. Ţrátt fyrir ađ vera ađeins međ 11 útispilara börđust Reykjavíkurstúlkur vel. Sigur SA var samt verđskuldađur og öruggur. 

Leikurinn var skemmtilegur á ađ horfa og SA-stelpurnar spiluđu vel saman og virđast vera farnar ađ lesa hver ađra vel. Kolbrún Garđarsdóttir skorađi fyrsta mark leiksins eftir ađeins um ţrjár og hálfa mínútu og átti Sarah stođsendinguna. Reykjavíkurstúlkur jöfnuđu fljótlega en Sara var ekki lengi ađ svara fyrir SA eftir stođsendingu frá Önnu Karen. Ţriđja mark SA skorađi svo Berglind á 15. mínútu eftir stođsendingu frá Söruh og Önnu Karen og stađan 3:1 eftir fyrstu lotu. Apríl skorađi mark án stođsendingar strax í upphafi annars leikhluta og stađan 4:1. Fimmta markiđ skorađi svo Anna Sonja, eftir stođsendingu frá Katrínu. Um 5 mínútum síđar skorađi Jónína međ stođsendingu frá Katrínu og Lindu og nokkru síđar Kolbrún, án stođsendingar. Stađan eftir ađra lotu 7:1.

Í upphafi ţriđju lotu skiptu bćđi liđ um markverđi. Nýju markverđirnir byrjuđu báđar á nokkrum góđum markvörslum áđur en Kolbrún skorađi áttunda mark SA međ stođsendingu frá Söruh og Önnu Karen. Reykjavíkurstúlkur svöruđu fljótt fyrir sig og skoruđu síđan aftur ţegar SA stúlkur voru einni fćrri. Lokamark SA fullkomnađi svo Kolbrún ţrennuna, ţegar hún skorađi glćsilegt mark, stöngin inn, međ stođsendingu frá Söruh. Reykjavíkurstúlkum tókst ađ minnka muninn einungis tveimur sek. fyrir lok leiksins, og lokatölur leiksins voru 9:4 eins og áđur sagđi. SA er nú međ 10 stig og Reykjavík međ 2.

Mörk (stođsendingar): Kolbrún 3 (1), Sarah 2 (3), Berglind 1, Apríl 1, Anna Sonja 1, Jónína 1, Anna Karen (3), Katrín (2) og Linda (1).

Birta varđi 12 af 13 skotum og Sólveig 8 af 11.


Athugasemdir

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí1