SA hokkí liđin unnu sigra í öllum leikjum helgarinnar en keppt var í Hertz-deildum kvenna og karla ásamt U-18. Kvennaliđ SA vann stórsigra á nýliđum SR í tvíhöfđa á Akureyri 17-2 og 19-0. SA Víkingar unnu 5-1 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag og U18 liđ SA vann 6-3 sigur á Fjölni á föstudagskvöld.
SA stúlkur léku tvíhöfđa um helgina á móti SR sem teflir fram kvennaliđi í fyrsta sinn um nokkurra ára skeiđ. Leikirnir voru einstefna á mark SR en ţrátt fyrir ţađ voru ţeir mikil skemmtun en leikgleđi einkenndi bćđi liđ enda stúlkunum fariđ ađ eygja eftir hokkíleikjum eftir langt hlé. SA stúlkur léku viđ hvern sinn fingur í sóknarleiknum á međan leikmenn SR liđsins börđust eins og ljón í varnarleiknum. Lokatölur leikjanna urđu 17-2 og 19-0 en tólf mismunandi leikmenn skoruđu mörkin hjá SA um helgina.
SA Víkingar sóttu Fjölni heim í Egilshöll á laugardagskvöld. Mikill hrađi og barátta einkenndi leikinn frá upphafi til enda. Fjölnir náđi forystu í leiknum eftir og leiddu 1-0 eftir fyrstu lotu. SA Víkingar stigu á bensíngjöfina í annarri lotunni og skoruđu 3 mörk án ţess ađ Fjölnir nćđi ađ svara fyrir sig og höfđu 3-1 forystu fyrir síđustu lotuna. SA bćttu svo viđ 2 mörkum í síđustu lotunni og unnu nokkuđ sannfćrandi 5-1 sigur og hefur líđiđ ţví unniđ báđa leiki sína í Hertz-deildinni í vetur.
Athugasemdir