Einstakur árangur SA íshokkí sem vann alla mögulega titla tímabilsins 2018-2019

Einstakur árangur SA íshokkí sem vann alla mögulega titla tímabilsins 2018-2019 Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar náđi ţeim einstaka árangri á

Einstakur árangur SA íshokkí sem vann alla mögulega titla tímabilsins 2018-2019

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar náđi ţeim einstaka árangri á tímabilinu 2018-2019 ađ vinna alla mögulega titla sem í bođi voru í íslensku íshokkí. Félagiđ vann deildarmeistaratitlana og Íslandsmeistaratitlana í meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur karla vann einnig bikarmeistaratitilinn í ár ásamt ţví ađ vinna fyrstu umferđ Evrópukeppnninnar Continental CUP og náđi 3. sćtinu í ţriđju umferđ keppninnar. Ţá varđ félagiđ Íslandsmeistari í öllum unglingaflokkunum 2., 3. og 4 flokk bćđi A og B liđa.

Í gćr var haldin uppskeruhátíđ til heiđurs unglingaflokkanna ţar sem árangri vetrarins var fagnađ ásamt ţví ađ veita ţeim verđlaun sem ţóttu hafa skarađ framúr, vaxiđ mest og sýnt af sér mestu fyrirmyndar eiginleikanna á tímabilinu. Í 4. Flokki sýndi Uni Steinn Sigurđsson mestu framfarirnar, Inga Rakel Aradóttir var besta fyrirmyndin og Birkir Rafn Einisson mikilvćgasti leikmađurinn. Í 3. Flokki sýndi Katrín Rós Björnsdóttir mestu framfarirnar, Jón og Lárus Baldurssynir voru bestu fyrirmyndirnar og Dagur Freyr Jónasson mikilvćgasti leikmađurinn. Í 2. Flokki sýndi Egill Birgisson mestu framfarirnar og bestu endurkomuna eins og Jussi Sipponen ţjálfari liđsins orđađi ţađ. Jakob Jóhannesson var besta fyrirmyndin og Einar Kristján Grant var mikilvćgasti leikmađurinn.

Hokkídeildin fékk einnig skemmtilega heimsókn viđ sama tćkifćri frá Hildi Bettý Kristjánsdóttur formanni frístundaráđs og Ellerti Erni Ellertssyni deildarstjóra íţróttamála Akureyrarbćjar en ţau veittu Ólöfi Björk Sigurđardóttur formanni íshokkídeildarinnar fjárstyrk fyrir árangur félagsins á tímabilinu.

Ţessi frábćri árangur í ár kemur ekki af sjálfu sér heldur liggur ađ baki margra ára sjálfbođavinna ţeirra sem koma ađ félaginu ásamt uppbyggingarstarfi ţar sem virkilega vel hefur veriđ haldiđ utan um barna- og unglingastarf félagsins. Hokkídeildin á heiđur skilinn fyrir ţetta frábćra starf sem nú er ađ skila sér í ríkulegri uppskeru og framtíđin lítur einstaklega björt út fyrir félagiđ og iđkenndur ţess. Aldrei hefur veriđ vikiđ frá hugsjóninni um jöfn tćkifćri - jöfnuđ kynjanna og mikilvćgi ţess ađ halda vel utan um hvern einasta iđkannda. Hugsjónin og starfiđ er í eđli sínu fullkominn ţversögn viđ allt sem kallast afreksstarf en afleiđing ţess er ţrátt fyrir ţađ mikill fjöldi afreksiđkennda og afreka.

Til hamingju hokkídeild, iđkenndur og ţjálfarar međ frábćran árangur í vetur og vonandi mun starfiđ verđa jafn blómlegt um ókomin ár.

Hildur Bettý og Ollý formađur viđ styrkveitinguna.

4. flokkur: Birkir Rafn, Inga Rakel og Uni Steinn.

3. flokkur: Katrín, Jón, Lárus og Dagur.

2. flokkur: Egill, Jakob, Einar og Jussi ţjálfari.


Athugasemdir

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí3