Átta frá SA í U-18 landsliđi Íslands sem hefur leik á HM í dag

Átta frá SA í U-18 landsliđi Íslands sem hefur leik á HM í dag Átta leikmenn frá SA eru hluti af U-18 landsliđi Íslands sem keppir á Heimsmeistaramótinu í

Átta frá SA í U-18 landsliđi Íslands sem hefur leik á HM í dag

Átta leikmenn frá SA eru hluti af U-18 landsliđi Íslands sem keppir á Heimsmeistaramótinu í íshokkí 3. deildar sem haldiđ er í Sófíu í Búlgaríu. Fyrsti leikur liđsins er í dag ţegar liđiđ mćtir heimaliđinu Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 20.00 á stađartíma sem er kl. 18.00 á íslenskum tíma og má sjá í beinni útsendingu hér. Fylgjast má međ dagkrá mótsins og tölfrćđinni hér.

Mótherjar Íslands í mótinu eru Búlgaría, Nýja-Sjáland, Tyrkland, Mexíkó og Ísrael. Ísland er efsta liđiđ samkvćmt styrkleikaröđun en Ísland féll niđur úr 2. deild í fyrra. Hin liđin eru nokkuđ jöfn ađ styrkleika og ţví fyrirfram allir leikir mikilvćgir til ţess ađ liđiđ komist aftur upp í 2. deild. 

SA leikmenn í liđinu í ár:

Axel Snćr Orongan

Baltasar Ari Hjálmarsson

Gunnar Ađalgeir Arason

Hinrik Örn Halldórsson

Helgi Ţór Ívarsson

Heiđar Gauti Jóhannsson

Róbert Máni Hafberg

Unnar Hafberg Rúnarsson

Af ţessum átta spila fjórir erlendis nú um mundir međ félagsliđum í Svíţjóđ og N-Ameríku en ţađ eru ţeir Axel, Gunnar, Róber og Unnar. Ţađ má ţó nánast segja ađ SA leikmennirnir séu níu ţví Atli Ţór Sveinsson sem búsettur hefur veriđ í Ţýskalandi síđastliđin ár og leikiđ međ Eisbaren Berlin var hjá SA á sínum uppvaxtarárum og spilar einnig í mótinu í ár og ţađ í fyrsta sinn fyrir íslenskt landsliđ.

Áfram Ísland!

 

Á myndinni eru ţeir Hinrik, Baltasar, Axel, Heiđar, Helgi og Gunnar viđ brottförina frá Akureyri.


Athugasemdir

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí3