Skautafélag Akureyrar Íshokkí

Skautafélag Akureyrar Íshokkídeild

Fréttir

U-20 tapađi fyrir Kína – Taíwan í kvöld kl 21.00


U-20 liđ Íslands í íshokkí tapađi fyrir Kína í öđrum leik sínum á HM í Nýja-Sjálandi. Kína skorađi 4 mörk gegn einu marki Íslands en leikurinn var mjög jafn og spennandi. Edmunds Induss skorađi eina mark Íslands en Gunnar Ađalgeir Arason var valinn besti mađur íslenska liđsins í leiknum. Lesa meira

U-20 liđ Íslands međ sigur í fyrsta leik sínum á HM


U-20 liđ Íslands í íshokkí sigrađi Ísrael í nótt 3-0 í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramótinu í Nýja-Sjálandi. Hjalti Jóhannsson, Hafţór Andri Sigurúnarson og Axel Orongan skoruđu mörkin. Lesa meira

Ásynjur sigruđu Björninn 6-0

Birna var í stuđi um helgina (mynd: Elvar Freyr)
Ásynjur gerđu góđa ferđ suđur yfir heiđar um helgina ţegar ţćr heimsóttu Björninn í Grafarvogi. Heldur meira jafnrćđi var međ liđunum nú heldur en í undanförnum viđureignum ţeirra en leiknum lauk ţó međ öruggum 0-6 sigri gestanna. Lesa meira

Frostmótiđ um helgina í Skautahöllinni á Akureyri (Dagskrá)


Ţađ verđur líf og fjör í Skautahöllinni um helgina ţegar Frostmótiđ fer fram en ţađ er barnamót yngstu aldursflokkanna í íshokkí. Um 130 keppendur eru skráđir til leiks frá SA, SR og Birninum en spilađ verđur á laugardag frá kl 8.00-19.45 og svo aftur á sunnudag frá kl 8.00-12.55 en í lok móts verđur verđlaunaafhending og pítsuveisla fyrir keppendur. Dagskrá mótsins má finna hér. Lesa meira

Ásynjur skrefi nćr deildarmeistaratitlinum

Guđrún fagnar einu af sínum ţremur (mynd: Ási)
Í gćrkvöld fór fram toppslagur í Hertz-deild kvenna í íshokkí ţegar Ásynjur og Ynjur mćttust í hörkuleik í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn var nokkuđ jafn en Ásynjur báru sigur úr bítum, 4-2. Varnarmađur Ásynja, Guđrún Marín Viđarsdóttir var međ ţrennu í leiknum og markmađurinn Guđrún Katrín Gunnarsdóttir átti hreint stórleik milli stanganna á móti sterkum skotmönnum Ynja. Lesa meira

Ásynjur - Ynjur í Hertz-deild kvenna ţriđjudag kl 19.30


Ásynjur taka á móti Ynjum ţriđjudagskvöldiđ 10. janúar kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Bćđi liđ hafa nú ţegar tryggt sig inn í úrslitakeppnina og eru jöfn á toppnum međ 21 stig. Ţetta er síđasta einvígi liđanna í deildarkeppninni svo leikurinn sker líklega úr um hvort liđiđ verđi deildarmeistari. Frítt inn, pottţétt skemmtun ekki láta ţig vanta. Lesa meira

Ásynjur fóru illa međ Ynjur

Ásynjur sćkja ađ marki (mynd: Elvar Pálsson)
Í gćrkvöld fór fram slagur toppliđanna í Herz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var ekki jafn spennandi og í fyrri viđureignum ţessara liđa ţví fámennt liđ Ásynja vann öruggan sigur 8-4. Lesa meira

ANDRI MÁR MIKAELSSON ÍSHOKKÍMAĐUR ÁRSINS HJÁ ÍHÍ


Andri Már Mikaelsson hefur veriđ valinn íshokkímađur ársins á Íslandi. Andri Már var á dögunum valinn íshokkímađur ársins hjá Skautafélagi Akureyrar en bćtir nú viđ sig nafnbótinni Íshokkímađur ársins á Íslandi. Viđ óskum Andra innilega til hamingju međ nafnbótina. Lesa meira

SA Víkingar međ bestu jólagjöfina


SA Víkingar unnu stórsigur í gćrkvöld ţegar ţeir tóku á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir markalausa fyrstu lotu röđuđu Víkingar inn mörkunum og unnu ađ lokum međ 6 mörkum gegn engu. Ţetta var síđasti leikurinn hjá Víkingum á ţessu ári en ţeir fara inn í jólafríiđ međ 22 stig og sitja í öđru sćti deildarinna. SA Víkingar áttu góđann leik og gáfu stuđningsmönnum sínum ţví góđa jólagjöf í ár. Lesa meira

SA Víkingar - SR ţriđjudagskvöld kl 19.30

Andri skorar (mynd: Elvar Freyr Pálsson)
SA Víkingar taka á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri annađ kvöld, ţriđjudaginn 20. desember kl. 19.30. SA Víkingar eru í öđru sćti deildarinnar međ en SR í ţví fjórđa. Ţetta er jafnframt síđasti heimaleikur SA Víkinga á ţessu ári og ţví um ađ gera ađ mćta í stúkuna. Ađgangseyrir 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira

Silvía međ 5 mörk í 2-7 sigri gegn Birninum

Markaskorarinn Silvía Björgvinsdóttir(mynd: Elvar)
Í fyrrakvöld tók Björninn í Grafarvogi á móti Ynjum Skautafélags Akureyrar í Hertz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var mjög spennandi framan af en í síđustu lotunni sýndu Ynjurnar hvers ţćr eru megnugar og urđu lokatölur 2-7 Ynjum í vil. Lesa meira

SA Víkingar - Björninn laugardag kl 16.30

Úr viđureign liđanna fyrr í vetur (mynd: EP)
SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla laugardaginn 10. desember kl. 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Björninn er í öđru sćti deildarinnar međ 16 stig en SA Víkingar í ţví ţriđja međ 14 stig svo Víkingar geta međ sigri haft sćtaskipti viđ Björninn. Ađgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira

Ásynjur bundu enda sigurgöngu Ynja

Birna fagnar sigurmarkinu (mynd: Elvar Pálsson)
Ţađ var hart barist á svellinu í gćr ţegar Ynjur tóku á móti Ásynjum í sannkölluđum Akureyrarslag í Hertz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var ćsispennandi og réđust úrslit ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Ţetta var önnur viđureign ţessara tveggja liđa sem Skautafélag Akureyrar teflir fram í deildinni og fyrirfram gert ráđ fyrir hörkuleik. Ynjur hafa setiđ á toppi deildarinnar međ sigra í öllum sínum leikjum en Ásynjur ţar á eftir međ ađeins eitt tap, einmitt gegn Ynjunum í síđasta leik liđanna. Ţegar liđin mćttust síđast unnu Ynjur 5-3 í hröđum og ćsispennandi leik og ţví var ekki viđ öđru ađ búast enn ađ ţessi viđureign yrđi jafn spennandi enda vitađ ađ Ásynjur vildu hefna fyrir síđasta tap. Lesa meira

Ynjur - Ásynjur ţriđjudagskvöld kl 19.30

Úr viđureign liđanna á síđasta tímabili (mynd: EP)
Ynjur mćta Ásynjum í Akureyrarslag í Hertz-deild kvenna annađ kvöld, ţriđjudaginn 6. desember kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur eru efstar í deildinni ósigrađar međ 18 stig eftir 6 leiki en Ásynjur sitja í öđru sćti deildarinnar međ 9 stig eftir 4 leiki spilađa. Leikir liđanna eru alltaf frábćr skemmtun og eitthvađ sem íshokkíáhugafólk má hreinlega ekki missa af. Lesa meira

Íslandsmótiđ í íshokkí í 4. flokk um helgina


Íslandsmótiđ í íshokkí í 4. flokk heldur áfram um helgina en leikiđ verđur í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag og sunnudag. Mótiđ er annađ mótiđ af ţremur sem telja til Íslandsmótsins og senda öll félögin tvö liđ til keppni. Dagskrá mótsins má sjá hér. Lesa meira

Kolbrún međ ţrennu í hasarleik

Kolbrún skorar eitt af sínum ţremur. (mynd: Ási)
Ynjur tóku á móti Birninum frá Reykjavík í Hertz deild kvenna í gćr. Leikurinn fór rólega af stađ en mikiđ hitnađi í kolunum ţegar á leiđ og ćtlađi allt upp úr ađ sjóđa um miđbik leiksins. Tvö mörk voru dćmd af og sextán tveggja mínútna dómar gefnir. Leikurinn var ţó hin mesta skemmtun fyrir áhorfendur og endađi hann međ öruggum 7-1 sigri Ynja. Lesa meira

Úrslit úr innanfélagsmóti helgarinnar


Annađ innanfélagsmótiđ í haustmótaröđinni for fram síđasta laugardag en ţá var keppt í 4. og 5. flokks deild en í henni eru 4 liđ og yfir 50 keppendur. Lesa meira

Ynjur enn á toppnum

Berglind skorađi ţrjú í leiknum. (mynd: Ási)
Í gćr tóku Ynjur Skautafélags Akureyrar á móti Skautafélagi Reykjavíkur en er ţetta í ţriđja sinn sem liđin mćtast á tímabilinu. Ynjur gefa sífellt meira í međ hverri viđureign liđanna og unnu leikinn ađ ţessu sinni međ 12 mörkum gegn 2 mörkum SR. Eins og tölurnar gefa til kynna var mikill getumunur á liđunum og áttu Ynjur 60 skot á mark. Mörkin hefđu ţví getađ veriđ mun fleiri en Álfheiđur Sigmarsdóttir varđi vel í marki SR. Lesa meira

SA Víkingar međ stórsigur á Esju

Úr leiknum í gćrkvöld. (mynd: Elvar Pálsson)
SA Víkingar gerđu sér lítiđ fyrir og sigruđu toppliđ Esju í gćrkvöld, lokatölur 7-2. SA Víkingar minnkuđu ţar međ forskot Esju á sig í deildinni í 6 stig en Björninn vann á sama tíma SR í Laugardalnum og er ennţá međ 5 stiga forskot á Víkinga. Sigurđur Sigurđsson var óumdeilanlega mađur gćrkvöldsins en hann átti stórleik og skorađi ţrennu í leiknum en Hafţór Sigrúnarson átti einnig skínandi leik og skorađi tvö mörk. Lesa meira

Tvöfaldur sigur Ásynja gegn Birninum

Stađiđ í ströngu (mynd: Elvar Pálsson)
Um helgina fóru fram tveir leikir í Herz deild kvenna á Akureyri ţar sem SA Ásynjur tóku á móti Birninum úr Grafarvogi. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ Björninn sá aldrei til sólar og skoruđu heimastúlkur 23 mörk samtals í báđum leikjunum gegn einu marki Bjarnarins. Birna Baldursdóttir var markahćst eftir helgina međ 5 mörk en Anna Sonja Ágústsdóttir var stigahćst međ 11 stig, ţar af 10 stođsendingar. Skemmtilegast er ţó frá ţví ađ segja ađ allir leikmenn Ásynja komust á blađ, ýmist međ marki, stođsendingu eđa hvoru tveggja. Lesa meira

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí3