Skautafélag Akureyrar Íshokkí

Skautafélag Akureyrar Íshokkídeild

Fréttir

Ynjur međ yfirburđi gegn Reykjavík

Úr leik liđanna fyrr á tímabilinu (mynd:Elvar P.)
Ynjur lögđu land undir fót í gćr ţegar ţćr sóttu heim sameinađ liđ SR og Bjarnarins í Laugardalnum. Ţćr höfđu töglin og hagldirnar allan leikinn og komu heim međ ţrjú stig eftir 12-2 sigur. Lesa meira

Ynjur snéru leiknum sér í hag


Liđ Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kvenna, Ynjur og Ásynjur, mćttust í Skautahöllinni í gćrkvöldi. Leikurinn var spennandi eins og allir leikir ţessara liđa, en ţađ voru Ynjurnar, liđ yngri leikmannanna, sem fór međ sigur af hólmi í ţetta sinn. Lesa meira

Hertz-deild karla: SA Víkingar - Björninn laugardag kl 16.30


SA Víkingar taka á móti Birninum í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 7. október og hefst leikurinn kl 16.30. Liđin hafa mćst einu sinni í vetur á heimavelli Bjarnarins en ţá höfđu Víkingar betur í stórkostlegum leik. Bćđi liđ hafa ađeins tapađ einum leik í vetur og má búast viđ mjög spennandi leik. Mćtum í stúkuna og styđjum okkar liđ, ađgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira

Fyrsta Innanfélagsmót hokkídeildar (myndir)


Fyrsta Innanfélagsmót hokkídeildar gekk vonum framar en sjaldan hafa veriđ jafn margir keppendur. Um 110 iđkenndur tóku ţátt og ţar af voru um 30 sem voru ađ keppa í fyrsta sinn. Í innanfélagsmótinu eru ţrjár deildir ţar sem 4 liđ taka ţátt í I deild fyrir 4. og 5. flokk, fjögur liđ í II deild sem er 6. flokkur og svo ţrjú liđ í III deild sem er fyrir byrjendur og 7. flokk. Nćsta innanfélagsmót fer fram helgina 28. og 29. október. Lesa meira

Ynjur mćta Ásynjum ţriđjudag kl 19.30

Úr leik liđanna á síđasta tímabili (mynd:Elvar P.)
Íslandsmeistarar síđasta tímabils, Ynjur Skautafélags Akureyrar, mćta Ásynjum Skautafélags Akureyrar annađ kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Ţetta er fyrsti leikur liđanna síđan ţessi liđ mćtust í úrslitakeppninni á síđasta tímabili í úrslitakeppni sem fćstir hafa gleymt. Mikil eftirvćnting er fyrir leikinn en leikir liđanna hafa veriđ gríđarlega jafnir og spennandi í gegnum tíđina en ţađ verđur einnig spennandi ađ sjá hvernig liđin hafa ţróast frá síđasta tímabili. Mćtiđ í Skautahöllina og styđjiđ ykkar liđ! Frítt inn og sjoppan opin. Lesa meira

SA Víkingar međ stórsigur á SR

Jussi Sipponen skorađi ţrennu (mynd: Elvar P.)
SA Víkingar lögđu SR međ 11 mörkum gegn 3 í Hertz-deild karla á laugardag. Jussi Sipponen var atkvćđamikill ađ vanda í liđi Víkinga og skorađi 3 mörk í leiknum auk ţess ađ eiga stođsendingu í öđrum ţremur mörkum. Jakob Jóhannesson stóđ í marki Víkinga og átti góđann leik en ţetta var fyrsti meistaraflokks leikur drengsins sem hann spilar frá byrjun til enda. SA Víkingar náđu međ sigrinum efsta sćti deildarinnar en Esja á leik til góđa. Hér má sjá myndir úr leiknum frá sem Elvar Pálsson myndađi. Lesa meira

Flottur hokkídagur í Skautahöllinni á morgun


Á morgun fara fram tveir leikir í Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur mćta sameiginlegu liđi SR og Bjarnarins í Hertz-deild kvenna kl 16.30 og strax á eftir ţeim leik eđa kl 19.00 mćtir 2. flokkur SA Íslandsmeisturum síđasta árs í ţessum aldursflokki, Birninum. Pottţétt skemmtun fyrir hokkíţyrsta. Lesa meira

SA Víkingar međ tap í fyrsta heimaleik

Jordan Steger var öflugur í gćr (mynd:Elvar P.)
SA Víkingar töpuđu fyrsta heimaleik sínum gegn Esju í gćrkvöld ţar sem lokatölur urđu 4-6. Leikurinn var hrađur og skemmtilegur á ađ horfa og ljóst ađ ţessi liđ eiga eftir ađ selja sig dýrt í vetur. Jordan Steger skorađi sína ađra ţrennu á tímabilinu í leiknum fyrir SA Víkinga en hjá Esju var Robbie Sigurdsson atkvćđamikill en hann skorađi 4 mörk í leiknum. Nćsti leikur SA Víkinga er nćstkomandi ţriđjudag ţegar liđiđ sćkir SR heim í Laugardalinn. Elvar Pálsson myndađi leikinn eins og honum er vant hér má sjá myndirnar hans. Lesa meira

SA Víkingar - Esja í kvöld kl 19.30


SA Víkingar leika fyrsta heimaleik sinn í Hertz-deild karla í kvöld ţegar ţeir taka á móti meisturum síđasta tímabils úr Esju. SA Víkingar unnu Björninn syđra í fyrsta leik tímabilsins í rafmögnuđum leik ţar sem Víkingar náđu ađ klóra sig úr erfiđri stöđu og unnu ađ lokum 7-6. Esja byrjađi einnig tímabiliđ vel međ ţćgilegum 10-2 sigri á SR svo spennandi verđur ađ sjá hvernig leikurinn í kvöld ţróast. Mćtum í stúkuna og hvetjum okkar liđ! Ađgangseyrir 1.000 kr og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira

SA međ sigra í öllum leikjum helgarinnar

Jussi Sipponen átti góđa helgi (mynd: Elvar P.)
Öll ţrjú liđ SA sigruđu í leikjum sínum fyrstu keppnishelgina á Íslandsmótinu í íshokkí. SA Víkingar sigruđu Björninn í Hertz-deild karla í Egilshöll í rafmögnuđum leik ţar sem Víkingar voru ţremur mörkum undir um miđjan leik en náđu ađ snúa leiknum sér í hag og unnu ađ lokum 8-7. Jussi Sipponen og Jordan Steger voru atkvćđamestir í liđi Víkinga og skoruđu 3 mörk hvor. Ynjur áttu ekki í erfiđleikum međ sameiginlegt liđ SR/Bjarnarins í Hertz-deild kvenna og unnu međ 12 mörkum gegn 5. Ynjur áttu frábćran leik og voru alltaf skrefi á undan SR/Birninum en Sunna Björgvinsdóttir var áberandi í markaskorun ađ vanda en hún skorađi 5 mörk í leiknum. Lesa meira

Vormót Hokkídeildar er hafiđ - dagskrá


Vormót hokkídeildar hófst í gćr en um 140 ţáttakendur eru í mótinu í ár í 18 liđum og 4 deildum. Spilađ verđur í I, II og III deild alla ţriđjudaga, fimmtudaga og sunnudaga í maí en síđustu leikirnir fara fram 25. maí. Royal deildin fer fram á mánudögum en ţar verđur spilađ í blönduđum liđum. Lesa meira

Kolbrún stóđ sig vel međ World Selects í Bolzano


Íshokkístelpan Kolbrún Garđarsdóttir tók ţátt í World Selects Invitational U15 sem fram fór í Bolzano á Ítalíu nú í vikunni. Kolbrún var valin í liđ SHD ţar sem stúlkurnar komu frá Bandaríkjunum, Svíţjóđ og Ţýskalandi. Mótiđ er haldiđ fyrir bestu leikmenn í heimi í U15 í dag og var mótiđ samsett af liđum frá bestu hokkísvćđunum í norđur-Ameríku og bestu landsliđum heims ásamt úrvalsliđum eins og ţví sem Kolbrún var valin í. Liđiđ hennar Kolbrúnar SHD tapađi öllum leikjum sínum en Kolbrún var bćđi stiga og markahćst í sínu liđi á mótinu. Lesa meira

SA í öđru sćti á Iceland Cup


Ţriđji flokkur nćsta tímabils leikmanna sem eru fćddir á árunum 2002-2003 tóku ţátt í Alţjóđlegu íshokkímóti í Egilshöll um helgina. Tvö finnsk liđ og eitt sćnskt liđ tóku ţátt í mótinu ásamt íslensku félagsliđnum ţremur. SA vann fjóra leiki af fimm en liđiđ tapađi gegn sćnska liđinu sem sigrađi mótiđ. Unnar Hafberg var hćttulegur varnarmönnum hinna liđanna ađ vanda og var valin besti leikmađur SA liđsins í mótinu. Hákon Marteinn Magnússon var stigahćstur í SA liđinu međ 12 stig (7 mörk og 5 stođsendingar) og Ćvar Arngrímsson var einnig öflugur međ 9 stig (7 mörk og 2 stođsendingar). Lesa meira

SA og SA í úrslitum kvenna

Ásgrímur Ágústsson tók myndina.
Úrslitin í meistaraflokki kvenna hófust í kvöld ţegar liđin okkar, Ynjur og Ásynjur mćttust í flottum hokkíleik hér á heimavelli beggja liđa sem lauk međ sigri Ynja, 6 - 4. Ţessi árangur félagsins ađ eiga bćđi liđ í úrslitum er einstakur. Bćđi liđ báru höfuđ og herđar yfir sunnanliđin í vetur og var ţađ sérstaklega sćtt ţar sem engar lánsreglur voru í gildi og teflt var fram tveimur algerlega ađskildum liđum. Ţađ sýnir mátt félagsins og megin ađ geta teflt fram tveimur liđum í ţessum styrkleikaflokki og sýnir hve mikil uppbyggingin í kvennahokkí hefur raunverulega veriđ á síđustu árum, međ hana Söruh Smiley, ađ öđrum ólöstuđum, í fararbroddi. Ásynjur hafa veriđ sterkari í vetur og tryggđu sér deildarmeistaratitilinn á dögum og ţar međ heimaleikjaréttinn (jeiii). Ynjur hafa hins vegar fariđ vaxandi og sýndu í kvöld hvers ţćr eru megnugar. Nćsti leikur verđur á ţriđjudaginn kl. 19:30 og ţá geta Ynjurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en ţađ er nćsta víst ađ Ásynjur munu ekki gefa hann eftir svo auđveldlega. Hvernig sem allt fer, ţá verđur um háspennuleik ađ rćđa. Lesa meira

SA liđin međ fjóra sigra í Hertz-deildunum um helgina

Úr leik Ynja um helgina (mynd: Elvar Pálsson)
SA liđin Víkingar, Ynjur og Ásynjur spiluđu öll leiki um helgina sem unnust allir međ heildarmarkatölunni 70-4. SA Víkingar unnu Björninn í Hertz-deild karla 5-0 á laugardagskvöldiđ í Skautahöllinni á Akureyri og Ynjur fylgdu svo eftir međ 16-3 sigri á kvennaliđiđ Bjarnarins. Ásynjur spiluđu tvíhöfđa viđ SR syđra og unnu leikina 25-1 og 25-0. Lesa meira

Bikarmót í 4. flokki í Skautahöllinni um helgina - (dagskrá)


Bikarmót 4. flokks fer fram í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Mótiđ hefst á laugardag kl 8.00 og verđur spilađ fram til kl 21 um kvöldiđ en hlé verđur gert á dagskrá mótsins frá 13-16 ţar sem verđur opiđ fyrir almenning. Mótiđ klárast á sunnudag en leikiđ verđur frá kl 8.00-12.50 og verđlaunaafhending og pizzuveisla í lok móts. SA sendir 3 liđ til leiks í mótinu, SR 2 liđ og Björninn 1. Hér má sjá dagskrá mótins. Lesa meira

SA Víkingar sigurđu vćngbrotiđ liđ SR

Úr leiknum á laugardag (mynd: Elvar Pálsson)
SA Víkingar mćttu SR á laugardag og unnu nokkuđ ţćgilegan 9-5 sigur. SA Víkingar náđu ţví aftur öđru sćtinu í deildinni og eru í mikilli baráttu viđ Björninn um lausa sćtiđ í úrslitakeppninni. Esja vann Björninn á sama tíma syđra 5-3 og tryggđu sér ţar međ deildarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Lesa meira

U-20 liđ Íslands náđi bronsi á HM

Strákarnir okkar (mynd: Árni Geir Jónsson)
U-20 landsliđ Íslands í íshokkí náđi bronsi í dag ţegar liđiđ vann heimaliđiđ Nýja-Sjáland 10-0. Liđiđ átti frábćrann dag og endađi mótiđ međ stćl eftir vonbrigđi gćrdagsins og nokkuđ ljóst ađ liđiđ hefđi međ góđu móti getađ unniđ mótiđ ef smá heppni hefđi veriđ međ liđinu. Sigurđur Ţorsteinsson var valinn besti leikmađur íslenska liđsins á mótinu. Lesa meira

U-20 liđ Íslands í íshokkí komiđ í undanúrslit


U-20 liđ Íslands í íshokkí vann Taíwan 7-2 í síđasta leik riđlekeppninnar á HM í Nýja-Sjálandi. Ísland náđi međ sigrinum öđru sćti riđilsins og spilar viđ Tyrkland í undanúrslitum á morgun. Lesa meira

U-20 tapađi fyrir Kína – Taíwan í kvöld kl 21.00


U-20 liđ Íslands í íshokkí tapađi fyrir Kína í öđrum leik sínum á HM í Nýja-Sjálandi. Kína skorađi 4 mörk gegn einu marki Íslands en leikurinn var mjög jafn og spennandi. Edmunds Induss skorađi eina mark Íslands en Gunnar Ađalgeir Arason var valinn besti mađur íslenska liđsins í leiknum. Lesa meira

Fyrirspurn til hokkídeildar

captcha

Póstlisti hokkífrétta

  • Hokkí1