Tap gegn Nýja-Sjálandi. Ísland mćtir Spáni á morgun í lokaleiknum!

Tap gegn Nýja-Sjálandi. Ísland mćtir Spáni á morgun í lokaleiknum! Íslenska kvennalandsliđ í íshokkí tapađi í gćrkvöld fyrir Nýja-Sjálandi eftir ađ hafa

Tap gegn Nýja-Sjálandi. Ísland mćtir Spáni á morgun í lokaleiknum!

Íslenska kvennalandsliđ í íshokkí tapađi í gćrkvöld fyrir Nýja-Sjálandi eftir ađ hafa leitt leikinn 3-1 í annarri lotu en Nýja-Sjáland skorađi 3 síđustu mörk leiksins og unnu 4-3. Nýja-Sjáland komst ţar međ upp fyrir Ísland í annađ sćtiđ en Ísland mćtir Spáni á morgun en ţá rćđst hvađa liđ ná verđlaunasćtum.

Nýja-Sjáland komst yfir í leiknum í gćr snemma í fyrstu lotu og stađan var 0-1 eftir fyrstu lotu. Flosrún Jóhannesdóttir jafnađi leikinn strax í byrjun annarar lotu og kom svo Íslandi í 2-1 skömmu síđar. Silvía Björgvinsdóttir kom svo Íslandi í 3-1 um miđja lotuna en Nýja-Sjáland minnkađi munninn um hćl í 3-2. Ţriđja lotan var ćsispennandi en bćđi liđ fengu góđ marktćkifćri en ţađ var Nýja-Sjáland sem var fyrr til ađ skora og jafnađi leikinn ţegar um 7 mínútur lifđu leiks og skoruđu svo fjórđa markiđ og komst yfir í leiknum ţegar ađeins 3 og hálf mínúta voru eftir. Ísland lagđi allt í sölurnar til ţess ađ jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Nýja-Sjáland hirti öll stigin ţrjú og annađ sćtiđ úr greipum Íslands. Flosrún Jóhannesdóttir var valin besti leikmađur liđsins í leiknum en hún hefur nú skorđa 6 mörk í mótinu og átt tvćr stođsendingar og er bćđi marka- og stigahćsti leikmađur mótsins til ţessa.

Ísland mćtir Spáni annađ kvöld kl. 20.00 í lokaleik mótsins og ţá rćđst hvađa liđ ná silfri og bronsi í mótinu en Mexíkó hefur nú ţegar tryggt sér gulliđ. Ísland er nú međ 6 stig í fjórđa sćti riđilsins, Nýja-Sjáland er međ 7 stig í ţriđja, Spánn međ 8 stig í öđru og Mexíkó međ 12 stig í fyrsta sćti. Leikir morgundagsins eru Mexíkó-Tyrkland kl 13.00, Nýja-Sjáland Rúmenía kl 16.30 og svo Ísland-Spánn en strax ađ loknum ţeim leik er verđlaunaafhending mótsins.

Flosrún og Sunna fagna marki. (mynd: Elvar Freyr Pálsson)


  • Sahaus3