Sunna og Jóhann íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi

Sunna og Jóhann íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi Íshokkísamband Íslands hefur valiđ ţau Sunnu Björgvinsdóttur og Jóhann Má Leifsson íshokkífólk ársins

Sunna og Jóhann íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi

"Sunna lék međ Skautafélagi Akureyrar um árabil ţar til hún flutti til Svíţjóđar og hefur leikiđ ţar undanfarin misseri međ Sodertelje SK og IF Troja-Ljungby međ framúrskarandi árangri.

Sunna var valin í landsliđ íslands 2020 sem tók ţátt í heimsmeistaramóti kvenna sem haldiđ var á Akureyri í febrúar 2020. Sunna var ein af lykil konum liđsins og skorađi 5 mörk og átti 4 stođsendingar. Landsliđ Íslands lenti í öđru sćti á mótinu og fékk silfurverđlaun.

Sunna er einstaklega jákvćđ, góđur liđsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iđkennda. Sunna hefur sýnt ţađ ađ hún er liđi sínu og landsliđi ávallt til sóma hvort sem ţađ er í leik eđa utan hans.

Jóhann Már hefur leikiđ međ Skautafélagi Akureyrar um árabil og unniđ fjölda Íslands- og deildarmeistara titla. Áriđ 2020 var Jóhann Már lykilmađur í meistaraflokksliđi Skautafélags Akureyrar og átti fjölda marka auk stođsendinga.

Jóhann Már hefur einnig átt sćti í landsliđum Íslands til fjölda ára. Hann hefur tekiđ ţátt í öllum landsliđsverkefnum og er ţekktur fyrir vinnusemi, frábćr liđsfélagi og er fyrirmynd margra yngri iđkennda."

Skautafélag Akureyrar óskar ţeim Jóhanni og Sunnu innilega til hamingju međ valiđ.


  • Sahaus3