Skautahöllin 20 ára

Skautahöllin 20 ára Skautahöllin er 20 ára um ţessar mundir en hún var vígđ af Ólafi Ragnari Grímssyni ţann 1. mars 2000. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ

Skautahöllin 20 ára

Skautahöllin er 20 ára um ţessar mundir en hún var vígđ af Ólafi Ragnari Grímssyni ţann 1. mars 2000.  Ţađ er óhćtt ađ segja ađ tilkoma Skautahallarinnar hafi veriđ alger bylting fyrir starfsemi Skautafélagsins og ţegar litiđ er til baka er ljóst ađ viđ höfum nýtt okkur vel ţau tćkifćri sem bćtt ađstađa veitti okkur.  Íţróttagreinar félagsins hafa vaxiđ og dafnađ og viđ höfum tekiđ framfaraskref ár frá ári. 

Áđur en höllin var reist var baráttan viđ dyntótt veđurfariđ ađ gera okkur svo erfitt fyrir, ađ ţrátt fyrir ađ hafa veriđ međ vélfryst útisvell síđan 1987/88, ţá var stađan orđiđ ţannig ađ starfsemi félagsins hefđi jafnvel lagst alveg af ef ekki hefđi veriđ ráđist í ađ byggja höllina.

Segja má ađ nýr kafli í sögu félagsins hafi byrjađ áriđ 2000 og nú 20 árum síđar hafa félagsmenn og iđkendur aldrei veriđ fleiri og viđ erum svo lánsöm ađ vera ekki ađeins rík af iđkendum heldur einnig af ótrúlega stórum hópi fólks sem starfar í kringum félagiđ og leggur sitt af mörkum međ einum eđa öđrum hćtti. 

Ţađ hittist skemmtilega á ađ nú á 20 ára afmćli hallarinnar skyldi fara fram heimsmeistaramót í íshokkí kvenna hér á Akureyri en kvennaliđ SA er einmitt jafnaldri hallarinnar.  Ţetta er í annađ skiptiđ sem heimsmeistaramót kvenna er haldiđ hér á Akureyri (fyrst 2017) og er ţađ til marks um ţađ góđa starf sem hér er unniđ.  Á ţessum 20 árum hefur meistaraflokkur kvenna unniđ 18 Íslandsmeistaratitla og karlaliđiđ 14.  Ţetta er árangur sem viđ erum stolt af og viđ erum ekki síst stolt af ţeirri stađreynd ađ allir leikmenn í báđum meistaraflokkum eru uppaldir SA-ingar, ađ Söruh Smiley undanskilinni.

Ţađ er jafnframt einstakt ađ á afmćlisárinu skuli Aldís Kara Bergsdóttir, fyrst Íslendinga, vinna sér inn ţátttökurétt á heimsmeistaramóti unglinga í listhlaupi, en hún hélt utan nú fyrr í mars og stóđ sig afskaplega vel.  Hún braut ţar blađ í skautasögunni en hún varđ einnig fyrsti fulltrúi félagsins til ađ verđa valin íţróttakona Akureyrar nú um síđustu áramót.  Ţessi árangur Aldísar gerir okkur öll gríđarlega stolt en viđ gerum ţví skóna ađ međ henni hafi veriđ grannt fylgst ađ handan, ţví ekki má gleyma ţví ađ forvígismenn félagsins voru fyrst og fremst áhugamenn um listhlaup, ţó vissulega hafi íshokkíiđ slćđst međ.  Gamlir heiđursfélagar líkt og Gunnar Thorarensen, Ágúst Ásgrímsson, Jón Dalmann og Ingólfur Ármannsson svo einhverjir séu nefndir, hefđu glađst mikiđ viđ ađ verđa vitni ađ ţessum tímamótum.

Í tilefni tímamótanna bauđ stjórn félagsins til kaffisamsćtis ţann 29. febrúar, fyrir lokaleik heimsmeistaramótsins á milli Íslands og Úkraínu.  Veislan var vel sótt af félagsmönnum, gömlum sem nýjum auk ţess sem fulltrúar frá ÍSÍ og bćjarstjórn mćttu á svćđiđ.  Viđar Sigurjónsson frá ÍSÍ sagđi nokkur orđ sem og Halla Björk Reynisdóttir forseti bćjarstjórnar.  Frammi lágu teikningar af nýrri og glćsilegri félagsađstöđu sem samţykkt hefur veriđ ađ hefjast handa viđ á nćstu misserum, vonandi strax á nćsta ári.   Viđ fengum sérstakt leyfi frá Alţjóđa Íshokkísambandinu til ţess ađ vera međ smá uppákomur í leikhléum ţessa síđasta leik mótsins í tilefni tímamótanna.  Í fyrra leikhléi skautađi Aldís Kara og í ţví seinna var spilađur míní íshokkíleikur milli tveggja stúlknaliđa hvar allir leikmenn voru undir 10 ára aldri. 


  • Sahaus3