SA Víkingar tylltu sér á toppinn

SA Víkingar tylltu sér á toppinn SA Víkingar unnu gríđarlega sterkan sigur á Esju í gćrkvöld í toppslag Hertz-deildarinnar. SA Víkingar sigruđu međ 5

SA Víkingar tylltu sér á toppinn

SA Víkingar unnu gríđarlega sterkan sigur á Esju í gćrkvöld í toppslag Hertz-deildarinnar. SA Víkingar sigruđu međ 5 mörkum gegn 1 og náđu ţar međ eins stigs forystu á Esju í deildarkeppninn en hafa ţá líka spilađ tveimur leikjum minna en Esja. 

Ţađ var mikiđ í húfi fyrir leik gćrkvöldsins enda liđin tvö í mikilli baráttu um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frekar en fallegum leik en ţađ voru SA Víkingar sem byrjuđu leikinn betur og náđu strax forystu á 7. mínútu leiksins međ nokkuđ skrautlegu marki frá Jóhanni Leifssyni. Skömmu síđar bćtti Rúnar Eff Rúnarsson viđ öđru marki fyrir Víkinga ţar sem hann lék laglega á varnarmenn og markvörđ Esju og setti pökkinn snyrtilega í markiđ. Stađan var 2-0 fyrir Víkinga eftir fyrstu lotu en eina mark annarar lotu skorađi Egill Ţormóđsson fyrir Esju og stađan 2-1 fyrir síđustu lotuna. Leikmenn Esju lentu í miklum refsivandrćđum í leiknum vegna glćfralegra tćklinga og kjaftbrúks og ţurftu ađ sitja af sér samtals 36 mínútur í leiknum. SA Víkingar gengu á lagiđ og skorđu ţriđja mark leiksins en ţar var ađ verki Ingvar Ţór Jónsson en Jordan Steger og Bart Moran bćttu svo viđ hvoru markinu fyrir sig og gengu endalega frá leiknum, lokatölur 5-1.

SA Víkingar eru nú međ 48 stig í deildinni og eiga 4 leiki eftir en Esja er í öđru sćtinu međ 47 stig en eiga einungis tvo leiki eftir. SA Víkingum dugir ţví ađ sigra í tveimur af síđustu 4 leikjum sínum til ţess ađ tryggja sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Nćsti leikur Víkinga er á ţriđjudag ţegar liđiđ heimsćkir Björninn heim í Grafarvoginn en nćsti heimaleikur er svo laugardaginn 3. mars en ţá kemur liđ Bjarnarins norđur.


  • Sahaus3