SA Víkingar međ sannfćrandi sigur á Birninum

SA Víkingar međ sannfćrandi sigur á Birninum SA Víkingar unna 5-4 sigur á Birninum í Hertz-deildinni í kvöld eftir ćvintýralega endurkomu líkt og ţegar

SA Víkingar međ sannfćrandi sigur á Birninum

Jói var sprćkur í kvöld (mynd: Elvar P.)
Jói var sprćkur í kvöld (mynd: Elvar P.)

SA Víkingar unna 5-4 sigur á Birninum í Hertz-deildinni í kvöld eftir ćvintýralega endurkomu líkt og ţegar sömu liđ mćtust í fyrsta leik tímabilsins. Björninn náđu 3-0 forystu um miđja fyrstu lotu en SA Víkingar unnu sig hćgt og bítandi til baka inn í leikinn og náđu ađ snúa stöđunni 5-3 forystu í lok annarar lotu áđur en Björninn náđu ađ minnka muninn í eitt mark. SA Víkingar eru ţví enn á toppi deildarinnar međ 15 stig eftir 6 leiki en ađeins Esja geta ógnađ Víkingum á toppnum en ţeir eiga tvo leiki til góđa.

Björninn fékk óskabyrjun í leiknum í kvöld ţar sem Víkingar gerđu sig tvívegis seka um skelfileg mistök í varnarleiknum ţar ţeir hleyptu Birninum í yfirmannađar skyndisóknir sem ţeir nýttu í bćđi skiptin og náđu tveggja marka forystu snemma leiks ţvert gegni gangi leiksins. Björninn fékk svo ţriđju gjöfina ţegar skot ţeirra af bláu línunni í yfirtölu endađi í markinu og stađan orđin 3-0 eftir tćplega 9 mínútna leik. SA Víkingar skiptu Róberti Steingrímssyni markverđi úr markinu í kjölfariđ en hann hefur veriđ drjúgur fyrir Víkinga ţađ sem af er tímabilii en í hans stađ kom Jakob Jóhannesson sem spilađi sinn fyrsta heila leik í meistaraflokki í síđustu viku. SA Víkingar héldu áfram ađ sćkja ţrátt fyrir vandrćđin og náđu ađ minnka munninní  1-3 um miđja lotuna ţegar Sigurđur „Sykurhendur“ Sigurđsson lék laglega á varnarmenn Bjarnarins og lagđi pökkinn í netiđ. SA Víkingar voru međ öll völd á vellinum eftir ţetta og Jussi Sipponen lagđi pökkinn efst í markhorniđ eins og honum einum er lagiđ undir lok lotunnar og lagađi stöđuna í 2-3.

SA Víkingar voru áfram međ undirtökin í annarri lotunni en fjöldi tćknilegra mistaka gerđi ţeim erfitt fyrir og margar sóknir runnu út í sandinn ađ ţeim sökum. Ţađ var ţví ekki fyrr en um miđja ađra lotuna ađ SA Víkingar náđu ađ jafna metin eftir glćsilegt einstaklingsframtak Jordan Stegers sem prjónađi sig upp allann völlinn og lagđi pökkinn fram hjá fyrrum Víkingnum Ómari Smárassyni í marki Bjarnarins. Annar fyrrum Víkingur, Birkir Árnason,  gerđi sig sekan um leikbrott í kjölfariđ sem spilandi ţjálfari Bjarnarins var ósáttur viđ og öskrađi sig út úr leiknum svo Bjarnarmenn ţurftu ađ spila höfuđlausir síđustu 25 mínútur leiksins ţar sem engin ađstođarţjálfari var til stađar á bekknum.  SA Víkingar gengu á lagiđ og skoruđu tvö mörk í yfirtölunni í kjöalfariđ ţađ fyrsta frá Jóhanni Leifssyni og hiđ síđra frá Jussi Sipponen međ glćsilegu sircusmarki.

Bjarnarmenn náđu ađ laga stöđuna um miđja ţriđju lotuna en SA Víkingar spiluđu skynsamlega ţađ sem eftir lifđu leiks og náđu međal annars ađ bćgja frá tveimur yfirtölum Bjarnarins. SA Víkingar halda ţar međ toppsćtinu og geta veriđ nokkuđ sćlir međ stigin ţrjú miđađ viđ byrjunina í leiknum. SA Víkingar mćta nćst Esju sem nýkomnir eru heim frá Evrópumóti félagsliđa en leikurinn fer fram í Laugardalnum 17. október og verđur mikil prófraun fyrir SA Víkinga. Nćsti heimaleikur Víkinga er ekki fyrr en 28. október en verđur ekki af síđri gerđinni en ţá mćtir einmitt meistaraliđ Esju í Skautahöllina á Akureyri.


  • Sahaus3