SA Víkingar Íslandsmeistarar í 19. sinn og hann Siggi á afmćli í dag

SA Víkingar Íslandsmeistarar í 19. sinn og hann Siggi á afmćli í dag SA Víkingar lyftu Íslandsmeistarabikarnum í 19. sinn í sögu félagsins í gćrkvöld

SA Víkingar Íslandsmeistarar í 19. sinn og hann Siggi á afmćli í dag

Íslandsmeistarar 2016 (mynd: Elvar Pálsson)
Íslandsmeistarar 2016 (mynd: Elvar Pálsson)

SA Víkingar lyftu Íslandsmeistarabikarnum í 19. sinn í sögu félagsins í gćrkvöld eftir sinn ţriđja sigur í úrslitakeppninni í jafnmörgum leikum á Esju í hreint ótrúlegum leik í einni skemmtilegustu úrslitakeppni síđari ára. Sigurđur Sveinn Sigurđsson formađur Skautafélags Akureyrar afrekađi eitt magnađasta íţróttaafrek Íslandssögunnar ţegar hann vann Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í 20 sinn á 25 ára ferli sínum á síđasta degi fertugsaldursins. Siggi er 40 ára í dag og afmćlisgjöfin gćti ţví varla hafa veriđ betri.

Ţađ var fullsetinn stúkan í gćrkvöld og áhorfendur létu vel í sér heyra strax frá byrjun. Leikmenn liđanna voru eflaust nokkuđ međvitađir um áhrif áhorfenda sem kom greinilega í ljós í leiknum ţar sem taugarnar voru ţandar, blóđ sviti og tár í orđsins fyllstu merkingu. Fyrsta lotann var nánast mistakalaus hjá liđunum, stöđubarátta um allann völl og hvorugt liđiđ gaf fćri á sér ţó hrađinn hafi veriđ mikill.

SA Víkingar voru sterkari ađilinn í fyrstu lotunni en ţađ voru Esjumenn sem byrjuđu ađra lotuna međ látum. Patrik Podsednicek kom Esju yfir međ fyrsta marki leiksins ţegar hann stýrđi skoti af bláu línunni í markiđ snemma í lotunni. Strax í nćstu sókn losađi Egill Ţormóđsson sig frá varnarmönnum SA og fékk stungusendingu inn fyrir vörnina en á honum var brotiđ áđur en hann náđi skoti á markiđ og Esja fékk vítaskot. Egill klárađi vítiđ örugglega og kom Esju í 2-0. Esjumenn héldu áfram ađ ţjarma ađ skelkuđum Víkingum og náđu ađ skorađ ţriđja markiđ og ţađ ćtlađi allt um koll ađ keyra hjá Esju sem fögnuđu gríđarlega enda stađan orđin góđ og ţeim fannst greinilega ekki leiđinlegt ađ ţagga niđur í áhorfendum sem höfđu öskrađ áfram SA allan leikinn. Víkingar mótmćltu harđlega ađ markiđ fengi ađ standa og töldu ţar ađ um bćđi rangstöđu og laust mark vćri ađ rćđa en dómararnir voru ekki á sama máli. Stađan 3-0 og ţar var Esja sem spilađi eins og ţeir sem hefđu völdin og áttu líklega sínar bestu tvćr skiptingar í allri úrslitakeppninni ţar á eftir og virkuđu bćđi öruggir og óbrjótanlegir. SA Víkingar voru í nauđvörn og brutu af sér ítrekađ svo Esja fékk hverja yfirtöluna á fćtur annarri og ţar á međal tveggja manna yfirtölu en SA Víkingar börđust eins og ljón og héldu sér á floti međ fullum stuđningi áhorfenda. Ţegar lotann var rétt rúmlega hálfnuđ og SA Víkingar loksins fullmannađir fengu Esju menn brottvísun í 4 mínútur fyrir kylfubrot í andlit leikmanns Víkinga. Ţađ tók Jussi Sipponen ţjálfara og leikmann Víkinga ekki langan tíma ađ nýta sér ţađ og skorađi međ sleggju af löngu fćri sem var sannkallađur vendipunktur í leiknum. Víkingar skoruđu annađ mark strax í kjölfariđ enn í yfirtölu ţegar pökkurinn barst til Ingvar Jónssonar sem klárađi fćriđ vel og Víkingar allt í einu búnir ađ minnka forystuna í eitt mark. Strax í nćstu sókn fékk Hafţór Sigrúnarson nokkur pökkinn á siglingu um sóknarsvćđiđ og skaut föstu skoti beint upp í markhorniđ og jafnađi leikinn. Ţá varđ kátt í höllinni eins og mađurinn sagđi og ţakiđ ćtlađi gjörsamlega ađ fjúka af. Áhorfendur öskruđu sína menn áfram og ţađ bar árangur ţví áđur en lotan var úti skoruđu Víkingar fjórđa markiđ og aftur var ţađ Hafţór Sigrúnarson sem skorađi. Ein ótrúlegasta lota sögunnar međ 7 marka sveiflu.

SA Víkingar komu gríđarlega einbeittir til leiks í ţriđju lotunni ţar sem ţeir stjórnuđu leiknum vel og gáfu fá fćri á sér. Ţegar um 5 mínútur voru liđnar af lotunni fengu Víkingar yfirtölu ţar sem Ingvar Jónsson skaut af bláu línunni og Sigurđur Reynisson speglađi pekkinum í markiđ og kom Víkingum í 5-3. Ţćgileg stađa fyrir Víkinga og sigurinn nánast í höfn en ekki endanlega fyrr en Mario Mjelleli skorađi sjötta markiđ eftir frábćran undirbúning Jussi Sipponens. Síđustu mínútur leiksins voru formsatriđi stađan orđin 6-3 en leikmenn Víkinga fögnuđu svo ásamt öllu húsinu ţegar lokaflautiđ gall og sigurveislan hófst.

Úrslitakeppnin var spennandi og skemmtileg eins og fólk vill hafa hana og má í raun segja ađ ţađ sé langt síđan hún hafi veriđ jafn spennandi og raun bar vitni ţrátt fyrir 3-0 sigur Víkinga. Esja á heiđur skiliđ fyrir góđa keppni og góđann leik. Ţeir sýndu ţađ og sönnuđu í úrslitakeppninni ađ ţeir eru međ frábćrt liđ en gott spil og flćđi einkennir liđ ţeirra sem skemmtilegt er ađ horfa á. Ţó svo Víkingar hafi unniđ 3-0 ţá gefur ţađ í raun ekki rétta mynd af úrslitakeppninni ţví liđin voru nánast hnífjöfn eins og leikirnir sem hefđu getađ fariđ á hvorn vegin sem var.  

Sigur SA Víkinga er ţó í raun stórbrotinn ţví ţrátt fyrir ađ hafa nú unniđ titilinn 4 ár í röđ ţá hefur liđiđ tekiđ miklum mannabreytingum og ţá sérstaklega fyrir tímabiliđ í ár ţar sem liđiđ missti 8 lykilmenn og ţá urđu einnig ţjálfaraskipti. Ţađ var mál manna ađ SA skildi ekki ná sćti í úrslitakeppninni í ár enda ekki sjón ađ sjá liđiđ í haust frá ţví ţegar ţađ vann titilinn áriđ áđur. Hingađ var komin ungur Finni til ţess ađ ţjálfa liđiđ en kom á daginn ađ hann var líka lúnkinn leikmađur sem var jákvćtt. Ţađ var ţó ekki um auđugan garđ ađ gresja fyrst um sinn ţví fáir leikmenn voru á ćfingum og flestir ekki međ getu til ađ spila međ meistaraflokki. Fyrstu vikur og mánuđir í starfi fóru í ţađ ađ sannfćra hvern ţann sem á kylfu gat haldiđ um ađ koma og spila fyrir liđiđ. Leikmannaleit var gerđ víđa međal annars inná innsta bć í Eyjafirđi og niđur í ţriđja flokk. Ungir leikmenn fengu eldskírnina snemma og nokkrir stórhjarta fyrrum leikmenn liđsins ákváđu ađ draga fram skautanna fyrir félagiđ svo SA Víkingar rétt náđu í tvćr línur fyrir fyrsta leik. Liđiđ sallađi inn stigunum í upphafi tímabils sem ótrúlegt ţótti miđađ viđ mannskap en bćđi Esja og SR voru gríđarlega vel mönnuđ frá upphafi. Í liđiđ bćttust svo síđar viđ erlendur markmađur og útispilari sem pössuđu eins og flís viđ rass í hópinn. Stemningin og mórallinn var góđur ţrátt fyrir mikiđ aldursbil leikmanna. Víkingar unnu 7 leiki í röđ fyrir áramót ţrátt fyrir meiđsli og önnur vandamál međ hóp sem var fyrir ţunnur. Í upphafi skal endinn skođa er margsannađ og ţađ á svo sannarlega viđ í ár ţví ađ einhver sagđi í erfiđleikunum ađ SA myndi ná liđi fyrir úrslitakeppni. Ţađ var ţó ekkert gefiđ ađ ná ţangađ en svo fór ađ liđiđ leiddi deildina frá áramótum og alveg fram ađ úrslitakeppni. Gengi liđsins eftir áramót var upp og ofan en hćgt og bítandi kom betra jafnvćgi á línurnar í liđinu og ţá orđin raunhćfur möguleiki ađ stefna á sigur í deild. SA Víkingar unnu síđustu ţrjá leiki í deildinni og urđu deildarmeistarar. Ţađ sem eftir gerđist ţekkja allir en ađ ţessu sögđu má segja ađ sigurinn í ár sé kannski einn sá merkilegasti um langa hríđ ţar sem félagiđ náđi ađ koma saman sterku liđi ţrátt fyrir millibilsár ţar sem margir lögđu skautana á hilluna, ađrir fóru erlendis og fáir leikmenn úr yngri flokkum töldust nćgilega ţroskađir til ţess ađ stíga skrefiđ upp í meistaraflokk.

Búa hokkíguđirnir á Akureyri?

Sumir segja ađ hokkíguđirnir búi á Akureyri. Hvernig sigrar SA alltaf? Oft heyrist gamla mýtan um ađ sömu gömlu mennirnir vinni titla fyrir SA ár eftir ár. Hvađ gerir ţađ ađ verkum ađ SA Víkingar geta sífellt kreist fram sigur ţrátt fyrir ađ blási á móti og hvernig geta ţeir alltaf komiđ til baka ţegar öll von virđist úti? Rétt er ţađ ađ ţeir gömlu hafa sigrađ oft en hlutverk ţeirra er annađ. Lykillinn er barna- og unglingastarfiđ. Endurnýjun í liđinu á hverju ári ţar sem fram koma ungir góđir leikmenn sem hafa eldmóđ og trú. Leikmenn sem spila međ međ hjartanu fyrir félagiđ sitt. Ţessir leikmenn gera gćfumunin ţví ţeir geta kreist fram ţađ sem uppá vantar ţegar mest á reynir. Mörg liđ hefđu eflaust ekki komist lengra en ađ minnka muninn í 3-2 í spennandi leik. En í ţessu liđi var ungur leikmađur sem tók sig til og skorađi ţessi gullnu tvö mörk uppá eigin spýtur sem uppá vantađi međ ţrá sinni og vilja. Ţeir gömlu leggja línurnar og ţeir ungu vinna verkin.

En hvađ sem ţví líđur ţá var ţessi sigur kannski enn merkilegri á annan hátt. Sigurđur Sveinn Sigurđsson vann sinn 20. Íslandsmeistaratitil á 25 tímabilum í gćrkvöld ţá 39 ára og 365 daga gamall. Sigurđur hefur unniđ 18 titla međ Skautafélagi Akureyrar og 2 međ Skautafélagi Reykjavíkur. Burtséđ frá öllu öđru sem Sigurđur hefur afrekađ í gegnum tíđina verđur ţetta eitt og sér ađ teljast eitt merkilegasta íţróttaafrek hópíţrótta á Íslandi. Sigurđur spáđi ţessum sigri í upphafi tímabils á međan ađrir hlógu. Hokkíguđinn býr svo sannarlega á Akureyri. Siggi er 40 ára í dag og viđ óskum honum innilega til hamingju međ daginn og Íslandsmeistaratitilinn.


  • Sahaus3