SA Víkingar Íslandsmeistarar 2018

SA Víkingar Íslandsmeistarar 2018 SA Víkingar unnu Esju í gćrkvöld í ţriđja sinn í úrslitkeppni karla í íshokkí međ sex mörkum gegn tveimur og tryggđu sér

SA Víkingar Íslandsmeistarar 2018

Íslandsmeistarar 2018 (mynd: Steini Vignis)
Íslandsmeistarar 2018 (mynd: Steini Vignis)

SA Víkingar unnu Esju í gćrkvöld í ţriđja sinn í úrslitkeppni karla í íshokkí međ sex mörkum gegn tveimur og tryggđu sér ţar međ Íslandsmeistaratitlinn áriđ 2018. SA Víkingar unnu einvígiđ 3-0 en titilinn var sá 20. í röđinni hjá félaginu. SA Víkingar áttu stórgott ár ţví liđiđ er bćđi deildar- og Íslandsmeistarar og tapađi ađeins tveimur leikjum í venjulegum leiktíma í vetur. Leikurinn í gćrkvöld var einnig sögulegur fyrir ţćr sakir ađ hann var kannski síđasti leikur Esju í íslensku íshokkí en liđiđ hefur tilkynnt ađ ţađ verđi ekki međ á nćsta tímabili.

SA Víkingar byrjuđu leikinn af krafti náđu strax forystunni á 5 mínútu leiksins međ baráttu marki frá Jóhanni Leifssyni. Bart Moran bćtti viđ öđru marki fyrir Víkinga tveimur mínútum síđar og stađan var 2-0 eftir fyrstu lotuna. Í upphafi annarar lotu fengu Esju menn vítaskot en Tim í marki Víkinga varđi skot Egils Ţormóđssonar. Um miđja lotuna brutu tveir leikmenn Esju af sér á einum leikmanni Víkinga og misstu ţví tvo leikmenn í refsiboxiđ á sama tíma. SA Víkingar nýttu sér liđsmuninn og Bart Moran setti pökkinn örugglega í markhorniđ og jók munin í 3 mörk. Jóhann Leifsson skorađi svo 4. mark Víkinga skömmu síđar og stađan ţví orđin nokkuđ góđ ađ ţví virtist fyrir Víkinga. Undir lok lotunnar skall leikmađur Esju á Tim í marki Víkinga sem kastađist úr markinu og Jan Semorad nýtti sér ţađ og setti pökkinn í óvariđ markiđ og minnkađi muninn í ţrjú mörk en stađan var 4-1 fyrir síđustu lotuna. Í upphafi ţriđju lotu minnkađi Pétur Maack muninn í tvö mörk en nćr komst Esja ekki ţví Jordan Steger skorađi 5. mark Víkinga skömmu síđar. Andri Már Mikaelsson gulltryggđi svo sigur Víkinga međ góđu marki og SA Víkingar fögnuđu 20. Íslandsmeistaratitli félagsins ákaft ásamt stuđningsmönnum sínum sem létu vel í sér heyra í stúkunni.

SA Víkingar eru vel ađ titlinum komnir en ţó liđiđ hafi veriđ ţunnskipađ eins og oft áđur í byrjun tímabils ţá tapađi liđiđ ađeins tveimur leikjum í venjulegum leiktíma á öllu tímabilinu. Lengi hefur heyrst sú mýta ađ risaeđlurnar í liđi Víkinga séu ađ hverfa en í ár voru dregnar á flot enn fleiri gamlar kempur en áđur og ţađ virkađi vel ţar sem liđiđ spilađi betur međ hverjum leiknum sem leiđ á tímabiliđ.  Ţađ má svo segja ađ annar leikurinn í úrslitakeppninni ţar sem Jussi Sipponen skorađi 3 mörk af bláu línunni hafi veriđ vendipunktur keppninnar og sigurmark Bart Morans í framlengingunni reyndist gríđarlega mikilvćgt ţví ómögulegt er ađ segja til um hvernig keppnin hefđi ţróast ef Esja hefđi jafnađ metin í keppninni ţar. Heimavöllurinn SA sannađi sig svo í gćrkvöld og verđur ađ teljast ćriđ verkefni ađ ćtla sćkja ţangađ sigur ţegar SA Víkingar eygja möguleika á ađ tryggja sér titilinn ţar. Jóhann Leifsson átti ţátt í 5 mörkum SA Víkinga í leiknum í gćrkvöld og var lang stigahćsti leikmađur úrslitkeppninnar og óumdeilanlega besti sóknarleikmađur úrslitakeppninnar í ár. Jussi Sipponen og Bart Moran voru einnig drjúgir í leiknum í gćr og ekki má gleyma ungum leikmönnunum 17 ára Gunnari Arasyni og 18 ára Sigurđi Ţorsteinssyni sem spiluđu eins og herforingjar í vörn Víkinga í úrsliakeppninni. Titilinn í ár er sá 20. í sögu félagsins en ekki nóg međ ţađ ţví hann er sá 21. hjá herra íshokkí Sigurđi Sigurđssyni sem hefur einnig unniđ tvo titla međ Skautafélagi Reykjavíkur.

Esja hefur gefiđ út ađ liđiđ verđi lagt niđur og taki ekki ţátt í Íslandsmótinu á nćsta tímabili. SA Víkingar hafa mćtt Esju í úrslitum síđust 3 tímabil ţar sem öll einvígin hafi endađ međ 3-0 sigri liđsins sem hefur orđiđ deildarmeistari en SA vann 2016 og 2018 en Esja 2017. Leikir ţessara liđa eru eftirminnilegir ţví ţeir hafa nánast allir veriđ gríđarlega jafnir og spennandi svo ţađ verđur verulegur missir af Esju. Liđiđ hefur litađ Íslandsmótiđ á skemmtilegan hátt síđustu ár og Skautafélag Akureyrar vill ţví ţakka Esju fyrir góđa keppni og sitt framlag fyrir íslenskt íshokkí.


  • Sahaus3